Sveitarstjórn

322. fundur 18. apríl 2007 kl. 12:01 - 12:01 Eldri-fundur


322. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarsal hennar að Syðra-Laugalandi þriðjudaginn 17. apríl 2007, kl. 20.00.
Mætt voru: Arnar árnason, Bryndís þórhallsdóttir, Einar Gíslason, Elísabet Sigurðardóttir, Jón Jónsson, Karel Rafnsson, Sigríður örvarsdóttir og Bjarni Kristjánsson, sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði Stefán árnason.

1. Stíflubrestur í Djúpadalsá. Fulltrúi Norðurorku hf. gerir grein fyrir hugsanlegum orsökum o. fl.
á fundinn mætti Frans árnason, framkvæmdastjóri Norðurorku h.f. gerði hann grein fyrir skýrslu um hugsanlegar ástæður þess að stífla í Djúpadalsá brast.

2. Fundargerðir skipulagsnefndar, 73. og 74. fundur, 3. og 10. apríl 2007.
Fundargerðirnar eru samþykktar.

3. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar, 104. fundur, 11. apríl 2007.
Fundargerðin er samþykkt.
Varðandi 2. lið, sveitarstjórn beinir því til nefndarinnar að hún skoði hvort bæta mætti inn í gjaldskrána fjölskyldukorti.
4. Fundargerð skólanefndar ásamt fylgiskjölum, 158. fundur, 2. apríl 2007.
Fundargerðin er samþykkt ásamt fylgiskjölum.

5. Fundargerð byggingarnefndar, 57. fundur, 3. apríl 2007.
Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu nefndarinnar á 7. og 8. lið.
Annað í fundargerðinni gefur ekki tilefni til ályktana.

6. Fundargerð safnveganefndar ásamt fylgiskjölum.
Sveitarstjóra falið að vekja athygli Eyþings og Héraðsráðs á málefnum nefndarinnar.

7. Fundargerðir Héraðsráðs Eyjafjarðar, 224. og 225. fundur, 21. feb. og 21. mars 2007.
Fundargerðirnar gefa ekki tilefni til ályktana.

8. Fundargerðir Almannavarnar Eyjafjarðar, 28. feb. og 7. mars 2007.
Fundargerðirnar gefa ekki tilefni til ályktana.

9. Fundargerð menningamálanefndar, 113. fundur, 28. feb. 2007.
Sveitarstjóra er falið að leita eftir ráðgjöf fagmanna við að móta stefnu fyrir söfn í Eyjafjarðarsveit.

10. Tillaga að stækkun friðlandsins í þjórsárverum, afgreiðslu frestað á síðasta fundi.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd fyrir sitt leyti við fyrirhugaða stækkun friðlandsins.

11. Erindi Félags aldraðra Eyjafirði, dags. 2. apríl 2007.
Sveitarstjóra falið að gera félaginu grein fyrir málinu.

12. Erindi Helgu Sigfúsdóttur og Steinunnar á. ólafsdóttur dags. 19. mars 2007, um göngustíg milli Hrafnagils (Reykárhverfis) og Kristness.
Sveitarstjóra falið að vinna kostnaðaráætlun um verkið.

13. Tillaga að breytingu á samþykkt um hunda- og kattahald í Eyjafjarðarsveit.
Tillögunni er vísað til síðari umræðu.

14. Drög að nýrri samþykkt um gatnagerðargjöld , tengigjöld vatns-, hita og fráveitu ásamt þjónustugjaldskrá vegna skipulags- og byggingarmála.
Lagt fram til kynningar.


Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 22:15

Getum við bætt efni síðunnar?