Sveitarstjórn

219. fundur 07. desember 2006 kl. 00:54 - 00:54 Eldri-fundur

219. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar, haldinn í fundarsal sveitarstjórnar 17. desember 2002, kl. 19:30.

Mættir voru: Hólmgeir Karlsson, Arnar árnason, Jón Jónsson, Valgerður Jónsdóttir, Valdimar Gunnarsson, Gunnar Valur Eyþórsson, Einar Gíslason og Bjarni Kristjánsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði Stefán árnason.

 

 

Oddviti leitaði afbrigða til að taka á dagskrá:
1. Fundargerð skólanefndar 122. fundur frá 15. desember 2002.
Var það samþykkt og verður 5. liður dagskrár.

2. Kaupsamningar um íbúðarhúsið Teig II og jörðina Teig. Samþykkt og verður 6. liður dagskrár.

 

Afgreiðsla

 

1. Fundagerð þjónustuhóps aldraðra, 734. fundur , 27. nóv. 2002
Lögð fram til kynningar.

 

2. Fundagerðir íþrótta- og tómstundanefndar, 61. og 62. fundur, 9. og 11. des. 2002
3. til og með 6. lið svo og 8. og 9. lið fundargerðar 61. fundar er vísað til afgreiðslu á fjárhagsáætlun.
Varðandi 7. lið er óskað eftir ítarlegri útfærslu á hugmyndinni og áætluðum kostnaði.
Annað í fundargerðinni gefur ekki tilefni til ályktana.
Fundargerð 62. fundar er vísað til afgreiðslu á fjárhagsáætlun.

 

3. Fundargerð heilbrigðisnefndar, 52. fundur, 9. des. 2002
Lögð fram til kynningar.

 

4. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2003, síðari umræða
Fyrir lá minnisblað frá sveitarstjóra dags. 14. desember 2002, með tillögu að breytingum á fjárhagsáætlun frá fyrri umræðu, samtals breyting kr. 11.774 þús.
Auk þeirra breytinga sem þar koma fram voru eftirfarandi breytingar samþykktar:


Eftirtaldir liðir hækki:
06 Styrkir kr. 250.000
04 T.E. v/hljóðfærakaupa kr. 350.000
04 Skólavistun kr. 1.493.000
08 Gámasvæði kr. 500.000
04 Símenntun kr. 200.000
06 Hækkun á leigutekjum kr. 350.000
06 áhöld í íþróttahús kr. 350.000
Samtals 2.793.000 kr.


á móti þessum hækkunum á rekstri málaflokka er frestað fjárfestingu hjá Eignasjóði á lóð Hrafnagilsskóla Kr. 4.150.000.-

önnur erindi sem borist hafa sveitarstjórn eru afgreidd á þann hátt sem fjárhagsáætlunin ber með sér.

Samhliða samþykkt fjárhagsáætlunar var samþykkt eftirfarandi tillaga að álagningu skatta og þjónustugjalda:


a) útsvar:
útsvarsprósenta verði óbreytt 12.7% vegna tekjuársins 2003.


b) Fasteignagjöld:
Fasteignaskattur A stofn 0,39%
Fasteignaskattur B stofn 0,39%
Vatnsskattur 0,11%
Holræsagjald 0,055%
Lóðarleiga 0,75% af mati lóðar

Elli- og örorkulífeyrisþegar njóti 26 þús. kr. afsláttar af fasteignaskatti, sem er 4% hækkun frá fyrra ári.

Samhliða samþykkt um álagningu fasteignagjalda samþykkir sveitarstjórn að kannað verði hvað ráði flokkun eigna milli A og B stofns. Jafnframt verði gerður samanburður á heildarálögum ríkis og sveitarfélaga á landbúnað annars vegar og ferðaþjónustu hins vegar.
þegar niðurstaða liggur fyrir mun sveitarstjórn móta sér stefnu í álagningu fasteignaskatts á A og B stofn.


c) Sorphirðugjald:
240 l ílát kr. 11.075.-
500 - 660 l ílát kr. 17.285.-
1100 l ílát kr. 40.158.-
Sumarhús kr. 3.000.-


d) Rotþróargjald:
þróarstærð 1800 l og minni kr. 5.375.-
þróarstærð 1801 - 3600 l kr. 8.207.-


e) Leikskólagjald:
Hækki um 5.0% og verði kr. 17.973.- fyrir 8 klst. vistun.


f) Skólavistun:
Gjaldskrá skólavistunar hækki um 5% með fyrirvara um endurskoðun vegna framtíðarfyrirkomulags.

Fjárhagsáætlun ársins 2003 var samþykkt samhljóða ásamt tillögum um álagningu skatta og þjónustugjalda.


5. Fundargerð skólanefndar 122. fundur frá 15. desember 2002
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.

 

6. Kaupsamningar um íbúðarhúsið Teig II og jörðina Teig dags. 13. desember 2002
Sveitarstjórn samþykkir að afsala sér forkaupsrétti.

 

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 21:45


Getum við bætt efni síðunnar?