Sveitarstjórn

324. fundur 23. maí 2007 kl. 13:36 - 13:36 Eldri-fundur
324. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarsal hennar að Syðra-Laugalandi þriðjudaginn 22. maí 2007,   kl. 20.00.
Mætt voru: Arnar árnason, Bryndís þórhallsdóttir, Einar Gíslason,  Sigríður örvarsdóttir,  Jón Jónsson, Karel Rafnsson, Elín Stefánsdóttir og Bjarni Kristjánsson, sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði Stefán árnason.

1. ársreikningur Eyjafjarðarsveitar 2006,  fyrri umræða.
á fundinn mætti þorsteinn þorsteinsson,  endurskoðandi og gerði grein fyrir reikningnum.
Samþykkt að vísa reikningum til síðari umræðu.

2. Fundargerðir skipulagsnefndar, 76. og 77. fundur, 8. og 15. maí 2007.
Fundargerðirnar eru samþykktar.

3. Fundargerð skólanefndar, 159, og 160. fundur, 9. og 14. maí      2007.
159. fundargerð.  Afgreiðslu 4. liðar frestað.  Annað í fundargerðinni gefur ekki tilefni ályktana.
160. fundargerð gefur ekki tilefni til ályktana.

4. Fundargerð byggingarnefndar, 58. fundur, 8. maí 2007.
Afgreiðsla nefndarinnar á  7. til og með 11. lið fundargerðar er staðfest.
Annað í fundargerðinni gefur ekki tilefni til ályktana.

5. Fundargerð heilbrigðisnefndar, 100. fundur, 4. maí 2007.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
 
6. Fundargerð Héraðsráðs Eyjafjarðar, 227. fundur, 9. maí 2007.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.

7. Fundargerð stjórnar Eyþings, 181. fundur, 30. apríl 2007.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.

8. Fundargerð 743. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, 27. apríl 2007.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.

9. Samþykkt um gatnagerðargjald, síðari umræða.
Fyrirliggjandi drög voru samþykkt með þeirri breytingu að í b lið  8. gr.  komi í stað 18 mánaða,  24 mánuðir.

10. Tillaga að gjaldskrá vegna útgáfu framkvæmdaleyfis, leyfis til deiliskipulags á einkalandi, vegna breytinga á deili- eða aðalskipulagi  og fl.,  síðari umræða.
Tillagan er samþykkt samhljóða.

11. Stofnun einkahlutafélags, í eigu sveitarfélaga við Eyjafjörð,  um úrgangsstjórnun.
Sveitarstjórn lýsir vilja sínum til að taka þátt í stofnun félagsins og felur sveitarstjóra að mæta á stofnfundinn.

Fleira ekki gert,  fundi slitið kl.  22:10.
Getum við bætt efni síðunnar?