326. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarsal hennar að Syðra-Laugalandi þriðjudagur 19. júní 2007, kl. 20.00.
Mætt voru: Bryndís þórhallsdóttir, Einar Gíslason, Sigríður örvarsdóttir, Jón Jónsson, Karel Rafnsson og Elísabet Sigurðardóttir.
Fundargerð ritaði Stefán árnason.
Varaoddviti setti fund og stjórnaði í forföllum oddvita.
Varaoddviti leitaði afbrigða til að taka á dagskrá fundargerð byggingarnefndar frá 5. júní 2007.
Var það samþykkt og verður 16. liður dagskrár.
1. Tillaga að 3ja ára fjárhagsáætlun, fyrri umræða.
Samþykkt að vísa áætluninni til síðari umræðu.
2. Fundargerðir skipulagsnefndar, 80., 81. og 82. fundur, 5., 7. og 11. júní 2007.
Afgreiðslu 10. liðar í 82. fundargerð er frestað.
Annað í fundargerðunum er samþykkt.
3. Tillaga að breytingu á Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 1998 – 2018, niðurfelling.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu samvinnunefndar.
4. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar, 107. fundur, 12. júní 2007.
Afgreiðslu 4. og 5. liðar frestað.
Annað í fundargerðinni gefur ekki tilefni til ályktana.
5. Minnisblað dags. 15. júní 2007, um íþróttamannvirkin.
Afgreiðslu frestað.
6. Fundargerð skólanefndar, 161. fundur, 12. júní 2007.
Afgreiðslu 1. liðar frestað og samþykkt að óska eftir rökstuðningi fyrir þessari breytingu og eftir upplýsingum um áætlaðan kostnað.
Annað í fundargerðinni gefur ekki tilefni til ályktana.
7. Skipulagsstofnun, erindi dags. 11. júní 2007, Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar 2005 – 2025.
Erindinu er vísað til skipulagsnefndar.
8. Héraðsnefnd Eyjafjarðar, tillaga að samþykkt um að hætta starfsemi Sorpeyðingar Eyjafjarðar bs., erindi dags. 11. júní 2007.
Tillagan er samþykkt.
Arnar árnason mætti á fundinn.
9. Erindi Póst- og fjarskiptastofnunarinnar, dags. 11. júní 2007.
Lagt fram til kynningar.
10. Drög að skipulags- og byggingarskilmálum fyrir Reykárhverfi IV, dags. 8. júní 2007.
Vísað til skipulagsnefndar.
11. Svæðisskipulag háhitasvæða í þingeyjarsýslum 2007 – 2025, drög að greinargerð dags. í júní 2007, beiðni um umsögn.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi drög.
12. Frumvarp til laga um réttindi og skyldur eigenda og leigjenda lóða í skipulagðri frístundabyggð, beiðni um umsögn.
Vísað til umsagnar hjá skipulagsnefnd.
13. Greið leið ehf., fundarboð vegna aðalfundar 2007.
Samþykkt að Bjarni Kristjánsson verði fulltrúi sveitarfélagsins á fundinum.
14. Hönnun á lóð Hrafnagilsskóla og nýting á húsnæði sveitarfélagsins.
Lagt fram til kynningar.
15. Skipan fulltrúa í félagsmálanefnd.
Samþykkt að skipa önnu Guðmundsdóttur, Reykhúsum, sem aðalmann í nefndina í stað Ingjalds Arnþórssonar.
Annar varamaður F listans færist upp og Karel Rafnsson verður annar varamaður.
16. Fundargerð byggingarnefndar 59. fundur, 5. júní 2007.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar á 4., 5., 7. og 8. lið.
6. lið er vísað til skipulagsnefndar.
Annað í fundargerð gefur ekki tilefni til ályktana.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 21:12