329. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarsal hennar að Syðra-Laugalandi þriðjudaginn 23. ágúst 2007, kl. 12.15.
Mætt voru: Arnar árnason, Elísabet Sigurðardóttir, Bryndís þórhallsdóttir, Jón Jónsson, Lilja Sverrisdóttir, Einar Gíslason, Reynir Björgvinsson og Bjarni Kristjánsson, sveitarstjóri.
1. Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar 2005 – 2025, tillaga að bókun.
"Með bréfi dags. 11. júní 2007 og minnisblaði dags. 4. júní hefur Skipulagsstofnun gert nokkrar athugasemdir við framlagða tillögu að Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005 – 2025 sbr. samþykkt sveitarstjórnar frá 29. jan. 2007. Einnig eru í tilvitnuðum gögnum ábendingar um atriði sem þarfnast lagfæringar bæði á uppdráttum og í texta greinargerðar. í bréfinu er bent á að sveitarstjórn þurfi að taka aðalskipulagstillöguna að nýju til endanlegrar afgreiðslu með lagfærðum gögnum sbr. athugasemdirnar. á fundi sínum hinn 17. júlí s. l. samþykkti sveitarstjórn að fela sveitarstjóra í samstarfi við Benedikt Björnsson, arkitekt, að lagfæra skipulagsgögnin með hliðsjón af þeim athugasemdum og ábendingum sem Skipulagsstofnun lagði fram. það hefur nú verið gert og samþykkir sveitarstjórn að senda gögnin þannig frágengin til endanlegrar afgreiðslu Skipulagsstofnunar og staðfestingar umhverfisráðherra. þá hefur umhverfisráðherra veitt undanþágu frá umhverfismati tillögunnar sbr. 3. mgr. 13. gr. laga nr. 105/2006 sbr. bréf dags. 17. ágúst 2007 og Svæðisskipulag Eyjafjarðar 1998 – 2018 hefur verið numið úr gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda hinn 21. ágúst 2007."
Bókunin er samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 12.20.