331. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarsal hennar að Syðra-Laugalandi þriðjudaginn 11. sept. 2007, kl. 14.00.
Mætt voru: Arnar árnason, Elísabet Sigurðardóttir, Bryndís þórhallsdóttir, Reynir Björgvinsson, Jón Jónsson, Karel Rafnsson og Bjarni Kristjánsson, sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði Stefán árnason.
1. Fundargerð skipulagsnefndar, 87. fundur, 4. sept. 2007.
Fundargerðin er samþykkt.
2. Fundargerð menningarmálanefndar, 114. fundur, 28. ágúst 2007.
2. liður, sveitarstjórn samþykkir erindi Margrétar um að ljúka skráningu bókasafnsins sem hún áætlar að taki ca. 40 klst.
4. liður, sveitarstjórn felur menningarmálanefnd að kanna frekar með hljóðfærakaup fyrir Laugarborg.
Annað í fundargerðinni gefur ekki tilefni til ályktana.
3. Fundargerðir stjórnar Eyþings, 183. og 184. fundur, 12. júlí og 20. ágúst 2007.
Fundargerðirnar gefa ekki tilefni til ályktana.
4. Fundargerð héraðsráðs, 228. fundur, 19. júní 2007.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til álykatana.
5. Eignasjóður, breytingar á samþykktum og starfslýsingum.
Fyrirliggjandi breytingar voru samþykktar.
6. Erindi Flokkunar dags. 29. ágúst 2007, um aðild sveitarfélaga við Eyjafjörð að Moltu.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu stjórnar Flokkunar ehf. um að auka hlutafé í fyrirtækinu.
7. Erindi Héraðsnráðs Eyjafjarðar, dags. 26. júní 2007, um almenningssamgöngur í Eyjafirði.
Sveitarstjórn telur eðlilegt að kannað verði hvort grundvöllur sé fyrir því að koma á fót almenningssamgöngum í Eyjafirði. Fyrsta skref í þeirri vinnu verði að uppfæra skýrsluna Almenningssamgöngur í Eyjafirði –rekstrargrundvöllur-, sem gefin var út í jan. 1999, enda forsendur væntanlega breyttar síðan. Sveitarstjórn hvetur til þess að við þá uppfærslu verði kannað hvort eða hvernig nýta mætti skólaakstur í dreifbýlissveitarfélögunum sem hluta af almenningssamgöngum.
8. Erindi stjórnar Lánasjóðs sveitarfélaga dags. 31. ágúst 2007, beiðni um fund.
Lagt fram til kynningar.
9. Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, 745. fundur, 30. ágúst 2007.
Lagt fram til kynningar.
10. Starfsmannamál Krummakots, bókun skólanefndar frá 161. fundi, staða deildarstjóra.
Lagt fram til kynningar.
í ljósi fyrirliggjandi upplýsinga samþykkir sveitarstjórn 1. lið, 161. fundargerðar skólanefndar.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 15:25