Sveitarstjórn

332. fundur 02. október 2007 kl. 11:21 - 11:21 Eldri-fundur
332. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarsal hennar að Syðra-Laugalandi miðvikudaginn 26.  sept.  2007,   kl. 09:00.
Mætt voru:  Arnar árnason, Elísabet Sigurðardóttir, Bryndís þórhallsdóttir,  Reynir Björgvinsson,  Jón Jónsson,  Karel Rafnsson,  Einar Gíslason og Bjarni Kristjánsson,  sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði Stefán árnason.
Oddviti leitaði afbrigða til að taka á dagskrá fundargerðir íþrótta- og tómstundanefndar 112., 113. og 114. fundur frá 23., 24. og 25. september 2007.
Var það samþykkt og verður 10. liður dagskrár.

í upphafi fundar tilkynnti Elísabet Sigurðardóttir að hún bæðist  lausnar frá störfum í sveitarstjórn frá og með 1. janúar 2008.  Elísabet er ásamt fjölskyldu sinni að flytja til Reykjavíkur og hefja þar störf.

1. Fundargerð menningarmálanefndar 116. fundur 12. september 2007.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.

2. Fundargerðir íþrótta- og tómstundanefndar 110. og 111. fundur,  10. og 17. sept 2007.
Fundargerðirnar gefa ekki tilefni til ályktana.

3. Fundargerðir skólanefndar 164. og 165. fundur, 10. og 17. september 2007.
Varðandi 3. lið,  164. fundargerðar,  samþykkt að fela sveitarstjóra að hafa samband við skólastjórnendur um lausn málsins.
Varðandi 5. lið, 164. fundargerðar,  samþykkir sveitarstjórn að fela sveitarstjóra ásamt skólastjórnendum að hefja undirbúning verkefnisins.
Varðandi 8. lið,  164. fundargerðar kom fram að sveitarstjóri hefur ítrekað haft samband við Vegagerðina vegna málsins.  Beðið er eftir hönnurartillögu Vegagerðarinnar en tryggt hefur verið fjármagn til verksins.
Annað í fundargerðunum gefur ekki tilefni til ályktana.

4. Fundargerð heilbrigðisnefndar 103. fundur 5. september 2007.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

5. Fundargerð frá opnun tilboða í fasteignir dags. 18. september 2007.
Karel Rafnsson lýsti sig vanhæfan til að fjalla um tilboð í skrifstofuhús.
Sveitarstjórn samþykkir að hafna tilboðum í Laugalandsskóla og Sundlaug.  þá var samþykkt að óska eftir því við hæðstbjóðanda í skrifstofuhús að tilboð hans gildi til 1. desember n.k..     
     
6. Erindi Jóhönnu Elínar Halldórsdóttur og Karls R. þórhallssonar dags. 18. september 2007, umsókn um að íbúðarhús þeirra í landi öngulsstaða hljóti nafnið Borg.
Sveitarstjórn gerir ekki athugassemd nafngiftina.

7. Viðmiðunarreglur um kirkjugarðsstæði og fl., dags. 7. september 2007.
Lagt fram til kynningar.

8. Bréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga dags. 5. september 2007, varðandi verkefni um hagsmunagæslu í úrgangsmálum.
Sveitarstjórn samþykkir að taka þátt í verkefninu.

9. Hluthafafundur Flokkunar ehf., 28. september 2007.
Samþykkt að Arnar árnason verði fulltrúi sveitarfélagsins á fundinum

10. Fundargerðir íþrótta- og tómstundanefndar 112., 113. og 114. fundur frá 23., 24. og 25. september 2007.
Fundargerðir 112. og 113. fundar gefa ekki tilefni til ályktana.
Varðandi fundargerð 114. fundar,  samþykkir sveitarstjórn tillögu nefndarinnar um að Garðar Jóhannesson verði ráðin í starf íþrótta- og tómstundafulltrúa.


Fleira ekki gert,  fundi slitið kl.  10:00
Getum við bætt efni síðunnar?