333. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarsal hennar að Syðra-Laugalandi þriðjudaginn 9. október 2007, kl. 16:00.
Mætt voru: Arnar árnason, Elísabet Sigurðardóttir, Dórothea Jónsdóttir, Reynir Björgvinsson, Jón Jónsson, Karel Rafnsson, Einar Gíslason og Bjarni Kristjánsson, sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði Stefán árnason.
1. Fundargerð menningarmálanefndar, 117. fundur, 3. okt. 2007.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.
2. Fundargerðir Héraðsráðs Eyjafjarðar ásamt fylgiskjölum, 230. og 231. fundur, 10. og 26. sept. 2007.
Fundargerðirnar gefa ekki tilefni til ályktana.
3. Fundargerð stjórnar sambands ísl. sveitarfélaga, 746. fundur, 28. sept. 2007.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.
4. Viðauki við samning Eyjafjarðarsveitar við Akureyrarbæ um stofnanaþjónustu fyrir aldraða.
Samþykkt og er útgjaldaauka vísað til endurskoðunar á fjárhagsáætlun ársins.
5. Minnisblað sveitarstjóra dags. 2. okt. 2007, um mótun fræðslu- (skóla)stefnu fyrir Eyjafjarðarsveit.
Hópnum er falið að leggja fram drög að yfirmarkmiðum í fræðslumálum. þá er hópnum falið að gera tillögu að ráðningu aðila til verksins.
6. Minnisblað sveitarstjóra og skólastjóra Hrafnagilsskóla dags. 2. okt. 2007, um húsnæðismál skólans vegna samnýtingar á kennslustofu fyrir myndmennt og handíð.
Sveitarstjóra og skólastjóra falið að vinna málið áfram og kostnaðarmeta þær leiðir sem koma til greina.
7. Minnisblað skrifstofustjóra um nefndarmannagátt og rafræna útsendingu gagna.
Samþykkt og skrifstofustjóra falið að vinna vinna málið áfram. Kostnaði er vísað til endurskoðunar á fjárhagsáætlun ársins.
8. Uppskeru- og handverkshátíðin 2007, fjárhagur, bráðabirgðauppgjör.
Lagt fram til kynningar.
Sveitarstjórn lýsir yfir mikilli ánægju með sýninguna s.l. sumar og þakkar framkvæmdastjóra fyrir gott starf.
9. Stofnkostnaður sundlaugar á árinu 2007, fjárhagur, bráðabirgðauppgjör.
Lagt fram til kynningar.
10. PACTA, beiðni um umsögn vegna sameiningar 1.8 ha skika úr Vökulandi II við Ytra-Laugaland.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við gjörninginn.
11. Skýrsla VGK-Hönnunar hf. um ástand og úrbætur vegna fráveitu í Brúnahlíð, sept. 2007.
Fyrir liggur skýrsla VGK-Hönnunar hf. um ástand og úrbætur vegna rotþróar fyrir Brúnahlíðarhverfið. Skýrslan var unnin að frumkvæði sveitarstjórnar að höfðu samráði við stjórn Hverfisfélags Brúnahlíðar sbr. erindi félagsins frá 5. feb. 2007 og bókun sveitarstjórnar frá 20. feb. 2007. Einnig er vísað til tölvusamskipta sveitarstjóra við stjórn Hverfisfélagsins og VGK-Hönnun hf. í tilvitnaðri skýrslu kemur fram að síubeð rotþróarinnar er ónýtt og að það verði að endurnýja. Sveitarstjórn lítur svo á að það sé hlutverk og skylda Hverfisfélagsins að sjá til þess að þegar í stað verði farið í nauðsynlegar úrbætur á umræddu mannvirki og beinir því til félagsins að láta það ekki dragast. Sveitarstjórn minnir á í þessu samhengi að á fundi væntanlegra kaupenda að lóðum í Brúnahlíð, sem haldinn var hinn 8. maí 2002, var samþykkt að ráðist yrði í framkvæmdir við gatnagerð og lagnir og að kostnaðinum yrði deilt á lóðarhafa. Jafnframt var á sama fundi samþykkt að væntanlegt íbúafélag tæki að sér gatnagerðina og rekstur skipulagssvæðisins. Enda er í skipulagsskilmálum fyrir svæðið gert ráð fyrir því að rekstur og viðhald gatna- og lagnakerfis yrði í höndum íbúðareigendanna sjálfra en ekki sveitarfélagsins. á þessum sama fundi var samþykkt að ganga til samninga við Depil ehf. um að fyrirtækið tæki að sér allar verklegar framkvæmdir á skipulagssvæðinu. Með vísan til þess telur sveitarstjórn að Hverfisfélag Brúnahlíðar og Depill hf. beri sameiginlega fulla fjárhagslega- og faglega ábyrgð á umræddum framkvæmdum og nauðsynlegum endurbótum þess mannvirkis sem hér er til umræðu.
12. Erindi Huldu Jónsdóttur dags. 17. sept. 2007, beiðni um leyfi frá störfum í félagsmálanefnd til loka maí 2008.
Erindið er samþykkt og tekur 1. varamaður H listans sæti hennar í nefndinni.
13. Fundargerð skipulagsnefndar, 88. fundur, 4. okt. 2007.
Fundargerðin er samþykkt.
14. Kosning oddvita og varaoddvita til eins árs sbr. 14. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998.
Arnar árnason var kosinn oddviti með 4 atkvæðum.
Elísabet Sigurðardóttir kosinn varaoddviti með 3 atkvæðum.
15. Breyting á skipan skólanefndar.
Sigurður Eiríksson hafði óskað eftir lausn frá störfum í skólanefnd.
Samþykkt að Sigríður Bjarnadóttir taki sæti formanns í nefndinni og 1. varamaður fyrir H listann verði aðalmaður í nefndinni.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:30