Sveitarstjórn

335. fundur 09. nóvember 2007 kl. 14:04 - 14:04 Eldri-fundur
335. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarsal hennar að Syðra-Laugalandi fimmtudaginn 8. nóvember   2007,   kl. 16:00.
Mætt voru:  Elísabet Sigurðardóttir, Bryndís þórhallsdóttir,  Elín Stefánsdóttir,  Jón Jónsson,  Lilja Sverrisdóttir,  Einar Gíslason og Bjarni Kristjánsson,  sveitarstjóri.
Elísabet Sigurðardóttir,  varaoddviti stjórnaði fundi í forföllum oddvita.
Fundargerð ritaði Stefán árnason.

1. Fundargerðir skipulagsnefndar, 90. og 91. fundur, 1. nóv. og 13. okt. 2007.
Fundargerð 90. fundar er  samþykkt.
 Varðandi fundargerð 91. fundar samþykkir sveitarstjórn að fela skipulagsnefnd að vinna málið áfram,   forgangsraða og flokka betur þær ábendingar sem fram koma í fundargerðinni og leggja síðan fyrir sveitarstjórn.    

2. Fundargerð skólanefndar, 167. fundur, 1. nóv. 2007.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.

3. Fundargerð umhverfisnefndar, 79. fundur, 1. nóv. 2007.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.

4. Fundargerð atvinnumálanefndar, 50. fundur, 27. sept. 2007.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.
    
5. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar, 115. fundur, 22. okt. 2007.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.

6. Fyrirspurn F-listans um stöðu verkefna, minnisblað dags. í okt. 2007, afgreiðslu frestað á 334. fundi.
Lagt var fram minnisblað sveitarstjóra þar sem gerð er grein fyrir stöðu þeirra mála sem spurt var um.

7. Erindi Landgræðslu ríkisins dags. 17. okt. 2007 um framlag til verkefnisins “Bændur græða land,”  afgreiðslu frestað á 334. fundi.
Erindið er samþykkt.

8.  Erindi Flokkunar ehf. dags. 31. okt. 2007 um hlutafjáraukningu í Moltu ehf.
Sveitarstjórn samþykkir að taka þátt í hlutafjáraukningu Moltu ehf og er hlutur Eyjafjarðarsveitar kr. 1.760.778.-

9.  Viðbragðaáætlun við náttúruvá, drög dags. 25. okt. 2007.
Sveitarstjórn lýsir ánægju sinni með fyrirliggjandi drög og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram.

10. Fundargerð héraðsráðs, 232. fundur, 24. okt. 2007.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.

11. Framhaldsskóli við utanverðan Eyjafjörð, erindi héraðsráðs dags. 26. okt. 2007.
Sveitarstjórn lýsir yfir stuðningi við málið.

12. Styrkur til UMSE, erindi héraðsráðs dags. 31. okt. 2007.
Lagt fram til kynningar.

13. Breyting á samráðsvettvangi sveitarfélaga við Eyjafjörð, embætti byggingarfulltrúa Eyjafjarðarsvæðis, minnisblað dags. 30. okt. 2007.
Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi tillögu.

14. ályktanir frá aðalfundi Eyþings 5. – 6. okt. 2007, hjólreiða- og göngustígar og  samstarf um ferðamál.
Lagt fram til kynningar.


Fleira ekki gert,  fundi slitið kl.  17:25
Getum við bætt efni síðunnar?