336. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarsal hennar að Syðra-Laugalandi miðvikudaginn 21. nóvember 2007, kl. 08:00.
Mætt voru: Arnar árnason, Elísabet Sigurðardóttir, Bryndís þórhallsdóttir, Reynir Björgvinsson, Jón Jónsson, Karel Rafnsson, Einar Gíslason og Bjarni Kristjánsson, sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði Stefán árnason.
1. Fundargerð skipulagsnefndar, 92. fundur, 13. nóv. 2007, ásamt með fylgiskjölum.
Fundargerðin er samþykkt.
2. Fundargerð byggingarnefndar, 63. fundur, 6. nóv. 2007.
Afgreiðsla nefndarinnar á 5. til og með 7. lið er samþykkt.
Annað í fundargerðinni gefur ekki tilefni til ályktana.
3. Erindi Hestamannafélagsins Léttis um reiðvegamál dags. 4. okt. 2007.
Erindinu er vísað til skipulagsnefndar.
4. Erindi Dýralæknafélags íslands um stofnun örmerkjagrunns gæludýra dags. 8. nóv. 2007.
Erindinu er vísað til atvinnumálanefndar.
5. Samþykkt um fráveitu í Eyjafjarðarsveit.
Fyrirliggjandi samþykkt um fráveitu er samþykkt.
6. Gásir, sjálfseignarstofnun um uppbyggingu og rekstur Gásakaupstaðar, afgr. frestað á 324. fundi.
Sveitarstjórn samþykkir að taka þátt í stofnun félagsins með framlagi kr. 50.000.- án frekari skuldbindinga um þátttöku í verkefninu.
7. Hraðahindrun í Reykárhverfi, tillaga Verkfræðistofu Sig. Thoroddsen hf.
Tillagan er samþykkt.
8. Færsla á háspennulínu ofan byggðar í Reykárhverfi, svar RARIK við fyrirspurn.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að leita álits sérfræðinga á málinu.
9. Staða í fjarskiptamálum.
Lagt fram til kynningar.
10. Endurskoðun fjárhagsáætlunar Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2007.
Fyrirliggjandi tillaga var samþykkt.
11. Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2008.
Samþykkt að fela starfsmönnum að vinna málið áfram.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 10:00