Sveitarstjórn

337. fundur 05. desember 2007 kl. 09:57 - 09:57 Eldri-fundur
337. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarsal hennar að Syðra-Laugalandi miðvikudaginn 4. desember   2007,   kl. 16:00.
Mætt voru:  Arnar árnason, Elín M. Stefánsdóttir, Bryndís þórhallsdóttir,  Reynir Björgvinsson,  Jón Jónsson,  Karel Rafnsson,   Einar Gíslason og Bjarni Kristjánsson,  sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði Stefán árnason.

Oddviti leitaði afbrigða til að taka dagskrá húsnæðismál sveitafélagsins.  Var það samþykkt og verður 12. liður dagskrár.
þá var samþykkt sú breyting á dagskrá að 11. liður,  tillaga að fjárhagsáætlun fyrir árið 2008,  verður fluttur og verður 1. liður dagskrár.  Aðrir liðir  flytjast til samræmis við þessa breytingu.
 
1. Tillaga að fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2008, fyrri umræða.
Samþykkt að vísa áætluninni til síðari umræðu.

2. Fundargerðir skipulagsnefndar, 93. og 94. fundur, 27. nóv.  og  3. des. 2007, ásamt með fylgiskj.
3. lið í fsk. 93. fundar er vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.
Sveitarstjórn óskar að bætt verði inn í fyrirliggjandi greinargerð um vegmál að endurnýja þurfi brú yfir þverá efri og laga aðkomu að henni.   
Sveitarstjóra er falið að koma greinargerðinni á framfæri við Vegagerðina og þingmenn kjördæmisins.
Annað í fundargerð 93. fundar  er samþykkt.
Fundargerð 94. fundar er samþykkt.

3. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar, 116. fundur, 22. nóv. 2007.
Fundargerðin er samþykkt.

Bryndís þórhallsdóttir vék af fundi.

4. Fundargerð skólanefndar, 168. fundur, 22.  nóv. 2007.
2. lið vísað gerðar fjárhagsáætlunar.
Varðandi 6. lið samþykkir sveitarstjórn eftirfarandi bókun:   
" Sveitarstjórn styður ákvörðun  skólanefndar varðandi  6. lið fundargerðarinnar en samþykkir um leið að komið verði á endurmenntunarsjóði fyrir starfsmenn sveitarfélagsins sbr.  fyrri ákvörðun þess efnis.  Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að vinna drög að starfsreglum fyrir sjóðinn."
Annað í fundargerðinni gefur ekki tilefni til ályktana.

5. Fundargerð heilbrigðisnefndar, 105. fundur, 8. nóv. 2007.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar

6. Fundargerð Héraðsnefndar Eyjafjarðar, 43. fundur, 14. nóv. 2007.  
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.


7. Erindi Hverfisfélags Brúnahlíðar 25. nóv. 2007.
"á fundi sínum hinn 9. okt. 2007 tók sveitarstjórn til afgreiðslu skýrslu VGK-Hönnunar hf. dags. í sept. 2007 um ástand og úrbætur vegna fráveitu í Brúnahlíð. Af því tilefni samþykkti sveitarstjórn sérstaka bókun þar sem m. a. var vísað til ábyrgðar Hverfisfélags Brúnahlíðar á framkvæmdum í hverfinu og  samninga við Depil hf. um að annast þær framkvæmdir. Samninga þessa hefur sveitarfélagið  talið sér óviðkomandi enda það ekki aðili að þeim  og þeir gerðir á grundvelli skipulagsskilmála fyrir svæðið. í þeim er skýrt kveðið á um að landeigandinn skuli sjá um alla uppbyggingu gatna- og veitukerfis  og að rekstur og viðhald þess yrði síðan í höndum íbúðareigendanna sjálfra en ekki sveitarfélagsins. Líta verður svo á að þessir skilmálar hafi verið væntanlegum húseigendum ljósir enda eru kaupsamningar og stofnun íbúafélagsins byggð á þeim skilmálum.
í bréfi sem sveitarstjórn hefur nú borist frá Hverfisfélagi Brúnahlíðar og dags. er 25. nóv. 2007 lýsir stjórn þess sig ósammála þeirri bókun sveitarstjórnar sem vísað er til hér að framan og telur að sveitarstjórn geti ekki vísað ábyrgð á fráveitumálunum alfarið til félagsins. Gerð er sú krafa  “að sveitarstjórn taki þátt í að fá endanlega lausn í málinu með því að flytja síubeðið á annan stað þar sem ljóst er að það kemur aldrei til með að virka þar sem það er vegna jarðvegsgerðarinnar og hliðarhallans.”
Sveitarstjórn getur ekki annað en ítrekað fyrri afstöðu sína á þeim forsendum sem áður hafa komið fram. Auk þess telur hún flest benda til að megin ástæður þess að fráveitan virkar ekki eins og til er ætlast hafi verið  að mestu ófyrirséðar sbr. niðurlag bréfs Hverfisfélagsins sem vitnað er til hér að framan. Aðrar ástæður,  sem í bréfinu koma fram, kalla að mati sveitarstjórnar ekki  einar sér á flutning síubeðsins.  þrátt fyrir þetta vill sveitarstjórn greiða fyrir því að lausn finnist á fráveitumálinu með því að koma að viðræðum um þau úrræði sem til greina koma sbr. skýrslu VGK-Hönnunar hf. Reynt yrði þá í samráði við sérfræðinga fyrirtækisins og Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra að komast að niðurstöðu um úrbætur á grundvelli þeirra valkosta sem þessir aðilar hafa lagt til eða munu leggja til.  þá mun sveitarstjórn leita eftir afstöðu Heilbrigðiseftirlitsins til þeirra ábendinga sem fram koma í umræddri skýrslu og snerta eftirlitsskyldu þess.
 Með þessari samþykkt er sveitarstjórn ekki að viðurkenna að hún beri faglega eða fjárhagslega ábyrgð á umræddri framkvæmd eða að hún muni með einum eða öðrum hætti taka þátt í tilfallandi kostnaði."

8. Erindi óbyggðarnefndar, dags. 26. nóv. 2007.
Lagt fram til kynningar.

9. Svar RARIK við fyrirspurn dags. 29. ág. 2007 um 3ja fasa rafmagn.
Lagt fram til kynningar.

10. Fyrirspurn iðnaðarráðuneytisins um 3ja fasa rafmagn.
Samþykkt að gera könnun í sveitarfélaginu þannig að hægt sé að svara ráðuneytinu.

11. Samningur við Trésmíðaverkstæði Sveins Heiðars v/Skólatraðar.
Sveitarstjóri gerði grein fyrir málinu.


12. Húsnæðismál sveitarfélagsins.
Oddviti gerði grein fyrir stöðu málsins.
 

Fleira ekki gert,  fundi slitið kl.  18:55

Getum við bætt efni síðunnar?