Sveitarstjórn

338. fundur 17. desember 2007 kl. 08:33 - 08:33 Eldri-fundur

338. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarsal hennar að Syðra-Laugalandi föstudaginn 14. desember 2007 kl. 17.00
Mætt voru: Arnar árnason, Elín M. Stefánsdóttir, Lilja Sverrisdóttir, Reynir Björgvinsson, Jón Jónsson, Karel Rafnsson, Einar Gíslason og Bjarni Kristjánsson, sveitarstjóri. Fundargerð ritaði Stefán árnason.


1. Fundargerðir félagsmálanefndar, 116. og 117. fundur, 29. nóv. og 6. des. 2007.
Fundargerðirnar eru samþykktar.

2. Fundargerðir íþrótta- og tómstundanefndar, 117. og 118. fundur, 22. nóv. og 10. des. 2007.
Fundargerðirnar eru samþykktar.

3. Fundargerðir menningarmálanefndar, 119. og 120. fundur, 20. nóv. og 5. des. 2007.
Fundargerðirnar eru samþykktar.

4. Fundargerð skipulagsnefndar ásamt fsk. 95. fundur, 11. des. 2007.
Fundargerðin er samþykkt.

5. Fundargerð atvinnumálanefndar, 51. fundur, 12. des. 2007.
Varðandi b lið 5. liðar óskaði J.J. eftir bókun um að hann teldi þetta ekki samræmast lögum og reglugerðum aðbúnað og hollustuhætti dýra og beitarvernd.
Fundargerðin er samþykkt.

6. Heimild til sölu eigna.
J.J. lagði til að þessum lið yrði vísað frá þar sem þetta er til umræðu í vinnuhóp um fasteignir sveitarfélagsins sem ekki hefur skilað af sér til sveitarstjórnar.
Tillagan var felld með 4 atkvæðum A.á. E.G, E.S., R.B.

Eftirfarandi tillaga var samþykkt með 4 atkvæðum, A.á. E.G, E.S., R.B.
Sveitarstjórn samþykkir að taka upp viðræður við ríkisvaldið um að Eyjafjarðarsveit kaupi hlut þess í gamla skólahúsinu að Syðra-Laugalandi, enda verði húsið síðan selt þriðja aðila.

F-listinn óskaði að bókað yrði:

„Fulltrúar F-listans í sveitarstjórn mótmæla vinnubrögðum meirihluta sveitastjórnar og málsmeðferð varðandi sölu á skrifstofuhúsnæði sveitarstjórnar að Syðra–Laugalandi. Eftirfarandi greinargerð er lögð fram til að rökstyðja þær málefnalegu forsendur sem liggja að baki afstöðu þeirra.
þann 18. maí 2007 var haldinn vinnufundur í sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar til að ræða hugsanlega framtíðarnýtingu húsnæðis í eigu Eyjafjarðarsveitar, innan lóðar Hrafnagilsskóla sem utan. ástæða þessa vinnufundar var ekki síst sú staðreynd að áherslur H–lista og F-lista í málinu voru ólíkar. Einkum var ágreiningur um þá ætlan meirihluta að flytja skrifstofur Eyjafjarðarsveitar í fyrrverandi heimavist Hrafnagilsskóla. á þessum vinnufundi voru aðilar þó sammála um að nauðsynlegt væri að skipa vinnuhóp eða nefnd til að fjalla um þessi mál. á næsta fundi sveitarstjórnar þar á eftir, þann 7. júní, reyndist meirihlutinn horfinn frá áformum um vinnuhópinn og lagði þess í stað til að skipaður yrði einn aðili sem hefði það hlutverk að vera tengiliður milli hagsmunaaðila annars vegar og hönnuðar skólalóðar hins vegar. Fulltrúar F-listans lýstu strax andstöðu sinni við þessar fyrirætlanir og lýstu þeirri skoðun sinni að ekki væri tímabært að ráðast í undirbúning að hönnun lóðar Hrafnagilsskóla fyrr en búið væri að móta stefnu um framtíðarnýtingu húsnæðis í eigu Eyjafjarðarsveitar, innan lóðar skólans sem utan. Bentu fulltrúar F- listans á að sveitarsjórn ætti eftir að taka afstöðu til fjölmargra þátta er málið vörðuðu, þar á meðal eftirfarandi:
- Hvar og hvernig á að stækka húsnæði Krummakots ?

- Verður nýr leikskóli byggður fyrir ofan eða neðan veg ?
- Hver verður nýting núverandi húsnæðis Krummakots ef tekin verður ákvörðun um að byggja nýjan skóla á lóð grunnskólans ? Gæti það húsnæði hentað vel sem ráðhús sveitarfélagsins ?
- Hvernig á að haga stækkun húsnæðis grunnskólans til að mæta auknum fjölda nemenda ?
Töldu fulltrúar F-listans brýnt að litið væri á málið sem eina heild enda ljóst að svör við ofangreindum spurningunum hefðu víxlverkandi áhrif hver á aðra. Niðurstaðan varð sú að afgreiðslu málsins var frestað á áðurnefndum fundi þann 7. júní en á næstu dögum náðist sátt innan sveitarstjórnar um myndun vinnuhóps sem í ættu sæti oddvitar beggja lista.
Miðvikudaginn 13. júní 2007 hittist vinnhópurinn fyrst en auk Arnar árnasonar, oddvita H-lista og Karels Rafnssonar, oddvita F-listans var Karl Frímannsson, skólastjóri Hrafnagilsskóla í vinnuhópnum. Bjarni Kristjánsson sveitarstjóri hefur setið alla fundi hópsins og skráð fundargerðir . í minnisblaði sveitarstjóra varðandi fyrsta fund hópsins, dagsett 15. júní, og lagt fram á 326. fundi sveirarstjórnar, kemur fram að það hafi verið: „sameiginlegt álit allra í hópnum að miklu skipti að ná þverpólítískri samstöðu í sveitarstjórn um áframhald á þessari vinnu til að tryggja eins og frekast er unnt sátt um niðurstöðu í þessu mikilverða máli“. Auk ofangreindra aðila var Brynjar Skúlason fenginn til liðs við hópinn í þeim tilgangi að stýra og skipuleggja frekari vinnu.
Samkvæmt fyrrnefndu minnisblaði sveitarstjóra er hlutverk vinnuhópsins að „skilgreina með nákvæmum hætti það verkefni sem lýtur að skipulagningu skólalóðar og nýtingu á húsnæði í eigu sveitarfélagsin“. Hingað til hefur hópurinn fundað þrisvar og fjallað um allt húsnæði sveitarfélagsins á skólalóðinni auk leikskólans, Húsmæðraskólans og skrifstofuhúsnæðisins að Syðra-Laugalandi. Fyrirhugað var að hópurinn myndi skoða málefni húsnæðis sveitarfélagsins með framtíðarlausnir á sem flestum málum í huga. Vinna hópsins hefur fram að þessu gengið vel og átakalítið, málefni hafa verið rædd á skynsemisgrundvelli og ákvarðanir hafa tekið mið af því. Enn sem komið hefur hópurinn ekki skilað af sér lokaáliti og því hefur engin umræða um niðusrstöður hóspsins farið fram í sveitarstjórn.
það hljóta því að teljast ámælisverð vinnubrögð þegar meirihluti sveitarstjórnar tekur þá ákvörðun, án vitundar vinnuhópsins sem oddviti sjálfur situr í, að selja það húsnæði sem nú hýsir skrifstofur sveitarfélagsins og flytja þá starfsemi í norðurálmu heimavistar-hússins. Vinnuhópnum var einmitt ætlað að leiða hagkvæmni af þessum flutningum í ljós. þau vinnubrögð sem meirihluti sveitarstjórnar hefur nú viðhaft eru að mati fulltrúa F-listans gróft inngrip í störf vinnuhópsins og eins ólýðræðisleg og frekast er unnt. það ferli til undirbúnings skynsamlegustu ákvörðun í húsnæðismálunum er gert marklaust með öllu af meirihluta sveitarstjórnar og því sjá fulltrúar F-listans sér ekki fært að taka þátt í starfi vinnuhópsins áfram.
Fulltrúar F-listans eru þess vel meðvitaðir að sveitarstjórn er á engan hátt bundin áliti eða niðurstöðu vinnuhópsins. En þessi vinnubrögð í málinu, óháð niðurstöðu þess, eru ekki til þess fallin að skapa pólítíska sátt né samstöðu. það hlýtur að teljast eðlilegt að jafn veigamiklar ákvarðanir sem sú að selja eina af fasteignum sveitarfélagsins komi til umræðu og afgreiðslu í sveitarstjórn, í það minnsta áður en þær eru tilkynntar öðrum hlutaðeigandi aðilum.
Fulltrúar F-listans hafa ekki farið dult með þá skoðun sína að þeir telji óskynsamlegt að ráðast í sölu á umræddu skrifstofuhúsnæði eins og sakir standa. Fulltrúar F-listans hafa einnig verið andvígir því að útiloka aðra nýtingarmöguleika á heimavistarhúsnæðinu. Eftirfarandi rök eru lögð fram málinu til stuðnings:
• Ljóst er að ekkert fé mun sparast með umræddri sölu og flutningi á skrifstofunni yfir í heimvistarhúsnæðið. Miðað við núverandi kauptilboð getur hlutur sveitarinnar af söluandvirði numið c.a. 22 milljónum. Samkvæmt minnisblaði sveitarstjóra (lagt fram á vinnufundi sveitarstjórnar 12. desember 2007) er kostnaður við nauðsynlegar glugga- og þakviðgerðir áætlaður 11 milljónir. Kostnaður við að koma skrifstofunum fyrir í heimavistarhúsnæðinu ásamt lagfæringum á þriðju hæð hússsins er áætlaður 26 milljónir. því er ljóst að flutningarnir munu kosta sveitarfélagið c.a. 14 milljónir umfram söluandvirði þegar upp er staðið.

• Fjárhagsáætlun fyrir árið 2008 gerir ráð fyrir 20 milljónum til framkvæmda. Eftir standa 6 milljónir ef ráðist verður í umrædda flutninga og þær breytingar á húsnæði heimavistar sem gera þarf. Af því hlýst að fjárframlög til mikilvægra verkefna sem verið hafa til umfjöllunar fyrir lokaafgreiðslu á fjárhagsáætlun 2008 munu skerðast. þar má nefna viðhald/breytingar á Freyvangi, viðhald á Sólgarði og Laugaborg, endurnýjun á ónýtum gluggum á kennsluhúsnæði Hrafnagilsskóla, endurnýjun leiktækja á Krummakoti, girðing meðfram þjóðvegi til að bæta öryggi barna í nánd við leik-og grunnskóla, samstarfsamningur við Dalbjörgu og frekari framkvæmdir á iþróttamannvirkjum sveitarinnar er tengjast starfsemi Samherja.
• Ef sú niðurstaða verður í málinu að skipta ofangreindum kostnaði á tvö fjárhagsár mun framkvæmdafé fyrir árið 2009 skerðast og líklegt að fresta þurfi einhverjum verkefnum sem nú þegar eru komin inn á þriggja ára fjárhagsáætlun.
• Lítill sem enginn fjárhagslegur né félagslegur ávinningur er sjáanlegur af flutningi á skrifstofu sveitarfélagsins yfir fjörðinn. Núverandi leigusamningur greiðir að töluverðum hluta rekstrarkostnað við húsið en þá leigu má hæglega færa nær markaðsvirði. Ljóst er að núverandi fjárhagur sveitarfélagsins ræður tæplega við þær gagngeru breytingar sem gera þarf til að nýta megi heimavistarhúsnæðið undir annars konar starfsemi, auk þess sem slíkar breytingar loka endanlega fyrir gistimöguleika á helsta þjónustusvæði sveitarinnar. Hins vegar er hægt að nýta húsnæðið undir gistingu og ferðaþjónustu án mikils tilkostnaðar og jafnframt er mögulegt að hafa af því tekjur.
Að lokum benda fulltrúar F-listans á eftirfarandi: Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum frá byggingartíma heimavistarinnar má álykta að eignaraðild sveitarfélagsins í því húsnæði nemi einungis u.þ.b. 30%. Hinn hlutinn er í eigu ríkisins og bent skal á að ekkert uppgjör hefur átt sér stað miili þessara tveggja eigenda hússins. þegar til uppgjörs kemur við ríkið um eignarhluta þess má reikna með að sveitarfélagið þurfi að kaupa eigin framvæmdir aftur að hluta og þar með tvíborga fyrir þær.“

 


7. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2008, síðari umræða.

Fyrir lá eftirfarandi tillaga um álagningu gjalda 2008:
útsvar 13,03% (óbreytt)
Fasteignaskattur, A stofn 0.41%
Fasteignaskattur, B stofn 1.32% lögboðin breyting
Fasteignaskattur, C stofn 1,20%
Vatnsskattur 0.11% (óbreytt)
Holræsagjald 0.055% (óbreytt)
Lóðarleiga 0.75% (óbreytt)

Gjalddagar fasteignagjalda verði 5 þ.e. 1. febrúar, 1. mars, 1. apríl, 1. maí og 1. júní.
Elli- og örorkulífeyrisþegum verði veittur fastur afsláttur kr. 20.000.- af fasteignaskatti af eigin íbúðarhúsnæði enda sé viðkomandi þar búsettur. Einnig verði veittur tekjutengdur viðbótarafsláttur kr. 10.000.- miðað við tekjuviðmið.
Tekjuviðmið hækki um 8% og verði:
Fyrir einstaklinga
a) með tekjur allt að kr. 1.801.523.- 100% afsláttur
b) með tekjur á bilinu kr. 1.801.524- - 2.072.428.- 50% afsláttur
Fyrir hjón og sambúðarfólk
a) með tekjur allt að kr. 2.519.422.- 100% afsláttur
b) með tekjur á bilinu kr. 2.519.423.- -2.898.691.- 50% afsláttur

Sorpgjald: 240 l ílát kr. 15.591.- 10% hækkun
500 - 660 l ílát kr. 25.438.- 15% hækkun
1100 l ílát kr. 59.102.- 15% hækkun
Sumarhús kr. 5.000.- 30% hækkun
þeir sem gert hafa sérstakan samning um jarðgerð fái 3.500.- kr. afslátt af sorphirðugjaldi.
Rotþróargjald verði óbreytt:
þróarstærð allt að 1800 l kr. 5,785,-
þróarstærð 1801 - 3600 l kr. 8,834,-

Gjaldskrá leikskóla hækki um 3,5% samkv. tillögu skólanefndar
Skólavistunargjald hækki um 3.5% samkv. tillögu skólanefndar
Fyrirliggjandi áætlun var samþykkt með þeirri breytingu að kr. 500 þús. verður varið til þátttöku í ofanflóðavörnum.
Niðurstöðutölur úr fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2008 í þús. kr.:
Tekjur kr. 545.721.-
Gjöld án fjármagnsliða kr. 488.594.-
Fjármunatekjur og gjöld kr. 18.982.-
Rekstrarniðurstaða kr. 37.145.-
Fundargerðir nefnda og önnur erindi sem borist hafa og vísað hefur verið til afgreiðslu fjárhagsáætlunar eru afgreidd á þann hátt sem áætlunin ber með sér.

þá var samþykkt sú breyting á vinnureglum rammafjárhagsáætlunar að rekstrarafgangur og rekstrarhalli nefnda / stofnana verður að fullu flytjanlegur milli ára.

Bókun F-listans vegna afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2008.

Fulltrúar F-listans samþykkja afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2008 en mótmæla þó harðlega þeim liðum er varða sölu húsnæðis þess er nú hýsir skrifstofur sveitarfélagsins sem og flutningi á skrifstofu sveitarfélagsins í norðurálmu núverandi heimavistarhúsnæðis. Fulltrúum H-lista hefur ekki tekist að sýna fram á fjárhagslegan né félagslegan ávinning af gjörningi þessum. Niðurstaða þessa máls er og verður sú að sveitarfélagið mun hafa úr færri fermetrum að spila en áður og að auki greiða umtalsverðar fjárhæðir vegna flutningsins. Einnig mun þetta óhjákvæmilega hafa áhrif á 3ja ára framkvæmdaáætlun sveitarfélagsins og skerða fjárveitingar til annarra málaflokka.
Að auki benda fulltrúar F-listans á þá staðreynd að samkvæmt fyrirliggjandi gögnum frá byggingartíma heimavistar má álykta að eignaraðild sveitarfélagsins í því húsnæði nemi einungis u.þ.b. 30%. þegar til uppgjörs kemur við ríkið um eignarhluta þess má reikna með að sveitarfélagið þurfi að kaupa eigin framkvæmdir aftur að hluta og þar með tvíborga fyrir þær.
Fulltrúar F-listans gera kröfu um að nákvæmt kostnaðaruppgjör liggi fyrir að loknum framkvæmdum.
Að öðru leyti og til frekari rökstuðnings er vísað á bókun fulltrúa F-Listans um vinnubrögð meirihluta sveitarstjórnar vegna húsnæðismála.“

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:00

 

Getum við bætt efni síðunnar?