Sveitarstjórn

339. fundur 16. janúar 2008 kl. 10:13 - 10:13 Eldri-fundur

339. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar haldinn  Syðra Laugalandi, þriðjudaginn 15. janúar 2008 og hófst hann kl. 16:00

Fundinn sátu:
Arnar árnason, Einar Gíslason, Karel Rafnsson, Jón Jónsson, Bryndís þórhallsdóttir, Reynir Björgvinsson, Elín Margrét Stefánsdóttir, Stefán árnason, Bjarni Kristjánsson,
Fundargerð ritaði:  Stefán árnason , skrifstofustjóri


Dagskrá:

1.    0712007 - Fundargerð Heilbrigðisnefndar 106. fundur
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.


2.    0801009 - Fundargerð Byggingarnefndar 64. fundur
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.


3.    0705010 - óshólmanefnd, deiliskipulag óshólmasvæðisins 2007
Tillaga að deiliskipulagi óshólmasvæðisins var auglýst skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga hinn 8. des. 2004, sbr. bókun bæjarstjórnar Akureyrar frá 24. mars 2004 og sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar frá 13. apríl s. á. Tillagan var auglýst af sveitarfélögunum sameiginlega með athugasemdafresti til 19. jan. 2005. Samhliða var auglýst tillaga að breytingu á aðalskipulagi flugvallarsvæðisins. 13 athugasemdir bárust við tillöguna áður en athugasemdarfresturinn rann út. Að auki barst athugasemd frá Umhverfistofnun eftir að fresturinn var útrunninn.
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkir á fundi sínum í dag 15. jan. 2008 þær breytingar sem gerðar hafa verið á deiliskipulaginu frá því að það var auglýst sbr. tillögur óshólmanefndarinnar og skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar og eru samhljóða þeim tillögum sem lagðar verða fyrir skipulagsnefnd Akureyrarbæjar 16. jan. 2008 og verða á dagskrá bæjarstjórnar Akureyrar hinn 22. sama mánaðar.
Gerð er grein fyrir þessum breytingum í sérstöku fylgiskjali.
Jafnframt samþykkir sveitarstjórn afgreiðslu nefndanna á þeim athugasemdum sem bárust við tillöguna.


4.    0711037 - Vatnsveitufélag Kaupangssóknar, umsókn um framkvæmdastyrk
Erindinu er hafnað.


5.    0801002 - Samgönguráðuneytið, breytingar í Stjórnarráði
Lagt fram til kynningar.


6.    0707018 - Hverfisfélag Brúnahlíðar, fráveita við Brúnahlíð.
Lagt fram til kynningar.


7.    0712001 - Legatsjóður Jóns Sigurðssonar, Kristnes - Land og lóðir
Samþykkt að fela sveitarstjóra að ræða við stjórn sjóðsins.


8.    0712008 - Skipulagsstofnun, námur, framkvæmdaleyfi og mat á umhverfisáhrifum
Lagt fram til kynningar. Sveitarstjóra falið að kynna þessar breytingar fyrir námueigendum.


9.    0712005 - Lánasjóður sveitarfélaga ohf, fasteignafélag sveitarfélaga
Lagt fram til kynningar.


10.    0711032 - óbyggðanefnd, þjóðlendur - Norðurland Vestra
Lagt fram til kynningar.


11.    0801002F - Umhverfisnefnd Eyjafjarðarsveitar - 80
Fundargerðin er samþykkt.


12.    0801012 - Norðurorka erindi varðandi Djúpadalsvirkjun - Viðgerð Djúpadalsstíflu
Sveitarstjóra og oddvita er falið að eiga fund með forsvarsmönnum Fallorku ehf.


13.    0801010 - ósk Elísabetar Sigurðardóttur um leyfi frá störfum í sveitarstjórn
Sveitarstjórn samþykkir erindið.


14.    0801011 - Kosning varaoddvita
Einar Gíslason var kosinn varoddviti með 4 atkvæðum.


15.    0801013 - Fundargerð búfjáreftirlitsnefndar - Dags.27. 11. 2007
Fundargerðin er samþykkt.
Sveitarstjóra falið að hafa samband við héraðsdýralæknir um framkvæmd garnaveikibólusetningar.


16.    0801016 - Tilnefning fulltrúa í framhaldsskólanefnd.
Samþykkt að tilnefna Valdimar Gunnarsson, Rein í nefndina.



Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl.   18.05

Getum við bætt efni síðunnar?