Sveitarstjórn

340. fundur 30. janúar 2008 kl. 13:22 - 13:22 Eldri-fundur
340. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar haldinn  að Syðra Laugalandi, þriðjudaginn 29. janúar 2008 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu:
Arnar árnason, Einar Gíslason, Jón Jónsson, Bryndís þórhallsdóttir, Reynir Björgvinsson, Elín Margrét Stefánsdóttir, Lilja Sverrisdóttir, Bjarni Kristjánsson, Stefán árnason,

Fundargerð ritaði:  Stefán árnason ,


Dagskrá:

1.    0801007F - Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 169
Fundargerð 169. fundar skólanefdar lögð fram til afgreiðslu eins og einstök erindi bera með sér.
1.1.    0801028 - Málefni leikskóla - Greinargerð leikskólastjóra á 169. fundi skólanefndar Eyjafjarðarsveitar
Gefur ekki tilefni til ályktana.

1.2.    0801029 - Málefni Hrafnagilsskóla - Greinargerð skólastjóra á 169. fundi skólanefndar Eyjafjarðarsveitar
Gefur ekki tilefni til ályktana.

1.3.    0712019 - Ný menntastefna - umsagnir um lagafrumvörp
Gefur ekki tilefni til ályktana.

1.4.    0801030 - 169. fundur önnur mál - Húsnæðismál
Eftirfarandi bókun var samþykkt:
"í júní 2007 varð það að samkomulagi milli þeirra tveggja lista sem fulltrúa eigi í sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar að skipa vinnuhóp og ráða verkefnastjóra til að gera áætlun um nýtingu fasteigna í eigu sveitarfélagsins og skipulagskólalóðarinnar (Hrafnagilsskóla). Vinnuhópurinn er enn að störfum, enda er verkefnið bæði flókið og viðamikið, ekki síst sá hluti þess sem lýtur að skólamannvirkjunum. þar er ýmsum spurningum enn ósvarað eins og þeim hvort áfram skuli notast við óbreytt húsnæði Krummakots eða byggja nýtt hús og þá hvar. Aðsókn í leikskólann hefur aftur aukist og flest bendir til að hann verði fullnýttur í haust. þá mun innan tíðar þurfa að leggja í miklar fjárfestingar vegna nýbygginga við Hrafnagilsskóla en umfang þeirra framkvæmda mun að nokkru ráðast af hvernig og hvort kjallari íþróttahússins verður áfram nýttur til kennslu eða ekki.
þetta eru m. a. þau viðfangsefni sem hópurinn stendur frami fyrir en til að hann geti lokið störfum sínum er honum nauðsynlegt að afla sér utanaðkomandi ráðgjafar varðandi tiltekin álitamál. það mun því einhver tími líðar áður en hann skilar sínu áliti en vilji er til að flýta verkinu eftir föngum."


2.    0801005F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 96
Fundargerð 96. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu eins og einstök erindi bera með sér.

2.1.    0801008 - Laugarfell - Umsókn um framkvæmd deiliskipulags
Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt.

2.2.    0709017 - Fjörubyggð, Syðri- og Ytri - Varðgjá. Tillaga að deiliskipulagi
Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt.

2.3.    0705020 - Deiliskipulagstillögur vegna skógræktarreita í Saurbæ
Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt.

2.4.    0707009 - þórustaðir II - Tillaga að deiliskipulagi
Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt.

2.5.    0801007 - Syðri-Varðgjá - Beiðni um breytingu á Aðalskipulagi
Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt.

2.6.    0801020 - Rauðhús - Breyting á deiliskipulagi frístundabyggðar.
Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt.

2.7.    0801019 - Brúarland ; Mál er varða úrskurðarnefnd skipulags- og byggingamála.
Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt.

2.8.    0801021 - Eyrarland - Afmörkun lóða
Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt.

2.9.    0801024 - Litli-Hamar - Umsókn um leyfi til byggingar geldneytahúss
Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt.


3.    0801015 - Fundargerð Heilbrigðisnefndar 107. fundur
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.


4.    0801034 - Fundargerð Eyþings 189. fundur
Sveitarstjórn tekur undir álit stjórnar Eyþings um staðsetningu á starfi ferðamálastjóra.


5.    0801035 - Fundargerð Eyþings 190. fundur
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.


6.    0801032 - Verklagsreglur varðandi efnistöku
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi verklagsreglur. Jafnframt er sveitarstjóra falið að ná fundi með fulltrúum Akureyrarbæjar varðandi efnistöku í fyrirhugaða lengingu Akureyrarflugvallar.


7.    0801026 - Samgöngunefnd Alþingis óskar eftir umsögn um samgönuáælun (292. mál).
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi frumvarp.


8.    0801025 - Hugmynd að stofnun íþróttaskóla í íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar
Sveitarstjórn fagnar þessu frumkvæði íþrótta- og tómstundafulltrúa og felur honum að vinna málið áfram í samvinnu við íþrótta- og tómstundanefnd.


9.    0801036 - Breyting á skipan í skólanefnd, félagsmálanefnd svo og í stjórn Eyþings og varamaður í Héraðsnefnd
Bryndís þórhallsdóttir hefur beðist lausnar sem fulltrúi í félagsmálanefnd. Var það samþykkt.
Eftirfarandi breyting á skipan í nefndir var samþykkt:
a) Samþykkt að skipa Jóhann ólaf Halldórsson, Brekkutröð 4, sem aðalmann í skólanefnd.
b) Samþykkt að skipa Ragnheiði Gunnbjörnsdóttur, Sunnutröð 2, sem aðalmann í félagsmálanefnd.
c) Samþykkt að skipa Arnar árnason, Hranastöðum og til vara Einar Gíslason, Brúnum sem fulltrúar á aðalfund Eyþings.
d) Samþykkt að skipa Elínu M. Stefánsdóttur, Fellshlíð, sem varamann í Héraðsnefnd.


10.    0801018 - Drög að samningi Flokkunar ehf og Eyjafjarðarsveitar um úrgangsstjórnun ásamt fygiskjölum
á fundinn mætti Eiður Guðmundsson, framkvæmdastjóri Flokkunar ehf.
Eiður kynnti starfsemi Flokkunar ehf. og svaraði fyrirspurnum.
Afgreiðslu á fyrirliggjandi samningsdrögum var frestað og sveitarstjóra ásamt umhverfisnefnd falið að skoða samningsdrögin og gera tillögu um afgreiðslu.


Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl.   17:55
Getum við bætt efni síðunnar?