Sveitarstjórn

198. fundur 07. desember 2006 kl. 00:24 - 00:24 Eldri-fundur

198. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar, haldinn í fundarsal sveitarstjórnar 5. febrúar 2002, kl. 16:30.

Mættir voru: Hólmgeir Karlsson, Valdimar Gunnarsson, Arnbjörg Jóhannsdóttir, Gunnar Valur Eyþórsson, Hreiðar Hreiðarsson, Dýrleif Jónsdóttir, Reynir Björgvinsson og Bjarni Kristjánsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði Stefán árnason.

 


1. Erindi frá Háskólanum á Akureyri dags. 1. feb. 2002, beiðni um styrk kr. 200.000.- til að gera kynningarþátt um Háskólann á Akureyri
Afgreiðslu frestað og sveitarstjóra falið að ræða við bréfritara og afla nánari upplýsinga um erindið.

 

2. Erindi frá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar dags. 29. jan. 2002,

Beiðni um fjárstyrk vegna íslandsmóts í dorgveiði sem halda á á Hólavatni.
Sveitarstjórn hafnar erindinu.

 

3. Erindi frá Ferðalausnum ehf. dags. 30. jan. 2002, ósk um að sveitarstjórn skipi fulltrúa í stjórn félagsins
Samþykkt að skipa Gunnar Val Eyþórsson í stjórn Ferðalausna ehf.

 

4. Erindi frá samtökum herstöðvaandstæðinga dags. 10. jan. 2002, yfirlýsing um kjarnorkuvopnalaust sveitarfélag
Samþykkt að lýsa því yfir að Eyjafjarðarsveit sé kjarnorkuvopnalaust sveitarfélag.

 

5. Erindi frá norðlenskum stéttarfélögum í Alþýðusambandi íslands dags. 21. jan. 2002, áskorun til sveitarfélaga um að draga til baka allar ákvarðanir um gjaldskrárhækkanir
Eftirfarandi bókun var samþykkt samhljóða:
"Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar telur ekki forsendur til lækkunar á þegar samþykktri álagningarprósentu útsvars og fasteignagjalda enda ekki um hlutfallshækkun að ræða miðað við síðasta ár. þá bendir sveitarstjórn á að álögð þjónustugjöld í Eyjafjarðarsveit hafa verið með þeim lægstu á Eyjafjarðarsvæðinu og hækkanir þeirra frá fyrra ári innan verðlagsþróunar og í nokkrum tilvikum verulega minni en hækkun rekstrar-kostnaðar viðkomandi þjónustu."

 

6. Fundargerð menningarmálanefndar, 77. fundur, haldinn 22. nóv. 2001
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana

 

7. Fundargerð heilbrigðisnefndar, 42. fundur, haldinn 14. des. 2001
Lögð fram til kynningar.

 

8. Fundargerð skipulagsnefndar, 16. fundur, haldinn 31. jan. 2002
1. liður, afgreiðsla skipulagsnefndar samþykkt.
2. liður, afgreiðsla skipulagsnefndar samþykkt.
3. liður, afgreiðsla skipulagsnefndar samþykkt, jafnframt afsalar sveitarstjórn sér forkaupsrétti að viðkomandi landsspildu úr landi Syðri Tjarna.

 

9. Staðardagskrá 21, "ólafsvíkuryfirlýsingin" erindi dags. 18. jan. 2002, áskorun til sveitarfélaga um að samþykkja yfirlýsinguna.
Sveitarstjórn samþykkir að gerast aðili að ólafsvíkuryfirlýsingunni.

 

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:45

Getum við bætt efni síðunnar?