Sveitarstjórn

352. fundur 25. júní 2008 kl. 09:44 - 09:44 Eldri-fundur
352. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar haldinn  að Syðra Laugalandi, þriðjudaginn 24. júní 2008 og hófst hann kl. 17:30
Fundinn sátu:
Arnar árnason, Einar Gíslason, Karel Rafnsson, Jón Jónsson, Bryndís þórhallsdóttir, Reynir Björgvinsson, Elín Margrét Stefánsdóttir, Stefán árnason, Guðmundur Jóhannsson,
Fundargerð ritaði:  Stefán árnason ,


Dagskrá:

1.    0804028 - Norðurorka - samningar um hitaveitumál.
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi kaupsamning.
Sveitarstjórn er sammála um, að í samvinnu við Norðurorku, verði gerð nákvæm verkáætlun hið fyrsta um möguleika þess að koma á hitaveitu í sveitarfélaginu þar sem það telst raunhæfur kostur, samanber samkomulag í grein 4.5 í kaupsamningi. Stefnt skal að því að vinna við verkáætlun hefjist á haustdögum 2008.


Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl.   17:40
Getum við bætt efni síðunnar?