199. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar, haldinn í fundarsal sveitarstjórnar 19. febrúar 2002, kl. 16:30.
Mættir voru: Hólmgeir Karlsson, Valdimar Gunnarsson, Arnbjörg Jóhannsdóttir, Aðalheiður Harðardóttir, Jón Jónsson, Dýrleif Jónsdóttir, Reynir Björgvinsson og Bjarni Kristjánsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði Stefán árnason.
1. Samningur við Akureyrarbæ um félagsþjónustu, endurnýjun á samningi er gilt hefur frá nóv. 1999
Samningurinn samþykktur með þeim fyrirvara að 6. gr. breytist þannig að hægt verði að segja upp einstökum þjónustuþáttum samningsins á samningstímanum án þess að segja upp samningnum í heild.
2. Tillaga að fjárhags- og framkvæmdaáætlun sveitarsjóðs til næstu þriggja ára
Lögð voru fram drög að áætlun fyrir árin 2003 - 2005.
Fyrirliggjandi drög rædd.
Samþykkt að taka áætlunina til afgreiðslu á næsta fundi.
3. Afþreyingarsetur íslands
þar sem óskað er eftir þátttöku Eyjafjarðarsveitar í undirbúningi að stofnun setursins sem hefði það að markmiði að auka á fjölbreytni í þeirri afþreyingu sem íbúum og ferðamönnum á Eyjafjarðarsvæðinu stendur til boða.
Samþykkt að styrkja verkefnið um kr. 50.000.-
Jafnframt var samþykkt að skipa Bjarna Kristjánsson í stýrihóp fyrir verkefnið.
4. Kaupsamningur um jörðina Kálfagerði, afsöl og leigusamningur um lóðir í landi jarðarinnar
a) kaupsamningur um jörðina Kálfagerði þar sem Rósant Grétarsson selur ágústi ásgrímssyni og Huldu Sigurðardóttir jörðina Kálfagerði, dags. 13. febrúar 2002.
b) afsal þar sem Rósant Grétarsson afsalar til Hannesar óskarssonar og ástu M. Eggertsdóttur landspildu úr landi Guðrúnarstaða, dags. 12. febrúar 2002.
c) afsal þar sem Rósant Grétarsson afsalar til Halldórs Karlssonar, Kára E. Halldórssonar og Steingríms H. Péturssonar landspildu úr landi Guðrúnarstaða, dags. 13. febrúar 2002.
d) leigusamningur þar sem Rósant Grétarsson leigir Sveinbjörgu Rósantsdóttur lóð úr jörðinni Guðrúnarstöðum, dags. 12. febrúar 2002.
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi samninga.
5. Fundargerð byggingarnefndar, 136. fundur, 12. feb. 2002
3. liður, framhald af erindi nr.4 á 134. fundi og nr. 4 á 135. fundi, umsókn um byggingu íbúðarhúss á lóð nr. 8 við Brúnahlíð.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
Annað í fundargerðinni gefur ekki tilefni til ályktana.
6. Fundagerðir stjórnar Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, 28., 29., 30., 31., 32. og 34. fundur, 11. júní, 5. júlí , 17. okt. 5. nóv. 5. des. 2001 og 9. jan. 2002
Lagðar fram til kynningar.
7. Fundargerð 60. fundar stjórnar Tónlistarskóla Eyjafjarðar (oddvitafundur), 29. jan. 2002
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.
8. Fundargerð stjórnar Eyþings, 127. fundur, 16. jan. 2002
Lögð fram til kynningar.
9. Minnisblað sveitarstjóra um málefni Saurbæjar dags. 7. feb. 2002
Lagt fram til kynningar.
10. Erindi Háskólans á Akureyri, dags. 1. feb. 2002, beiðni um styrk kr. 200.000.- til að gera kynningarþátt um Háskólann á Akureyri. Erindinu var frestað á síðasta fundi
Samþykkt að veita umbeðinn styrk kr. 200.000.-
Fjárveitingunni verðu mætt með lækkun á eigin fé.
11. Skipan fulltrúa sveitarstjórnar í stjórn félagsheimilanna
Afgreiðslu frestað.
12. Skipan í stjórn Eignasjóðs Eyjafjarðarsveitar
Samþykkt að skipa eftirtalda sem aðalmenn í stjórn Eignasjóðs:
Hólmgeir Karlsson
Arnbjörg Jóhannsdóttir
Jón Jónsson
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:05