Sveitarstjórn

359. fundur 12. nóvember 2008 kl. 10:02 - 10:02 Eldri-fundur
359. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar haldinn  að Syðra Laugalandi, þriðjudaginn 11. nóvember 2008 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu:
Arnar árnason, Einar Gíslason, Sigríður örvarsdóttir, Reynir Björgvinsson, Karel Rafnsson, Jón Jónsson, Bryndís þórhallsdóttir, Stefán árnason, Guðmundur Jóhannsson,
Fundargerð ritaði:  Stefán árnason , sveitarstjóri

Dagskrá:

1. 0810001F - Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 178
Fundargerð 178. fundar skólanefndar lögð fram til afgreiðslu eins og einstök erindi bera með sér.

1.1. 0806013 - Stofnbúnaður í almennum deildum leikskóla.
Gefur ekki tilefni til ályktana.

1.2. 0811001 - Skólastefna Hrafnagilsskóla
Gefur ekki tilefni til ályktana.

1.3. 0809001 - Gjaldskrá vistunar í skólasamfélaginu
Gefur ekki tilefni til ályktana.

1.4. 0810004 - Fjárhagsáætlun 2009 Undirbúningur
Vinnufyrirkomulag við gerð fjárhagsáætlunargerð ársins 2009 rætt.


2. 0810005F - Félagsmálanefnd Eyjafjarðarsveitar - 124
Fundargerð 124. fundar félagsmálanefndar lögð fram til afgreiðslu eins og einstök erindi bera með sér.

2.1. 0809020 - Yfirfærsla á félagsþjónustu fatlaðra til sveitarfélaga
Gefur ekki tilefni til ályktana.

2.2. 0804003 - Stefnumótun fyrir félagsmálanefnd Eyjafjarðarsveitar.
Gefur ekki tilefni til ályktana.


3.  0811001F - Atvinnumálanefnd Eyjafjarðarsveitar - 60
Fundargerð 60. fundar atvinnumálanefndar lögð fram til afgreiðslu eins og einstök erindi bera með sér.

3.1. 0811002 - Kynning frá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar haust 2008
Gefur ekki tilefni til ályktana.


4. 0810007F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 112
Máli 0804039, Hvammur - efnistaka, var frestað á síðasta fundi sveitarstjórnar og er nú tekið til afgreiðslu eins og erindið ber með sér.

4.1.    0804039 - Hvammur - Efnistaka, aðalskipulagsbreyting
Fulltrúar F-lista lögðu fram eftirfarandi tillögu ásamt rökstuðningi:
"Fulltrúar F‐lista leggja til að tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar vegna efnistöku í landi Hvamms verði samþykkt.
Eftirfarandi rök liggja málinu til stuðnings:
• Afstaða skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar er í andstöðu við:
o Umhverfisskýrslu vegna tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar.
o Umsögn Umhverfisstofnunar um málið.
o Niðurstöðu Skipulagsstofnunar um málið.
o Jákvæða umfjöllun sveitarstjórnar um málið.
• Frá upphafi var ljóst að ekki var einungis verið að sækja um efnistöku vegna framkvæmda við Akureyrarflugvöll heldur var verið að sækja um að opna efnistökusvæði til lengri tíma, samanber innisblað landeigenda dagsett 2. mars 2008.
• það er ekki hlutverk sveitarstjórnar að ákveða með hvaða hætti efni úr námum sveitarfélagsins skuli notað og lagastoð fyrir slíkum kröfum er ekki fyrir hendi .
• Sveitarstjórn hefur á þeim níu mánuðum frá því að málsmeðferð hófst gefið málinu jákvæða umsögn og þannig hvatt landeigendur til að fylgja því eftir með tilheyrandi kostnaði.
• Landeigendur hafa í öllu farið eftir óskum og ábendingum skipulagsyfirvalda.
• Engin ný rök hafa komið fram í dagsljósið meðan á málsmeðferð stóð sem ekki lágu fyrir í upphafi og því er stefnubreyting meirihluta sveitarstjórnar óskýrð að okkar mati."
Tillagan var felld 4 atkvæðum fulltrúa H-listans.

Samþykkt var að viðhafa leynilega kosningu um afgreiðslu skipulagsnefndar á málinu.
Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt í leynilegri kosningu með 4 atkvæðum.

Fulltrúar F-listans bókuðu:
"Fulltrúar F-lista lýsa furðu sinni á þeim vinnubrögðum meirihlutans að hafna breytingu á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar m.t.t. fyrirliggjandi gagna um málið, samanber áður fellda tillögu fulltrúa F-Lista.
Fulltrúar F-lista benda jafnframt á að vinnubrögð meirihlutans og afgreiðsla í þessu máli muni hugsanlega skapa sveitarfélaginu skaðabótaskyldu gagnvart landeiganda."

Sveitarstjóra er falið að hafa samband við landeiganda og leita lausna í málinu.


5.    0811004 - Brunavarnaráætlun Slökkviliðs Akureyrar
Lagt fram til kynningar.


6.    0810004 - Fjárhagsáætlun 2009 Undirbúningur
Rætt um vinnufyrirkomulag við gerð fjárhagsáætlunar 2009.



Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl.   18:10
Getum við bætt efni síðunnar?