362. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar haldinn að Syðra Laugalandi, þriðjudaginn 6. janúar 2009 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu:
Arnar árnason, Einar Gíslason, Sigríður örvarsdóttir, Reynir Björgvinsson, Karel Rafnsson, Jón Jónsson, Bryndís
þórhallsdóttir, Stefán árnason, Guðmundur Jóhannsson,
Fundargerð ritaði: Stefán árnason ,
Dagskrá:
1. 0812009 - Fundargerð búfjáreftirlitsnefndar, dags. 26.11.2008
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.
2. 0812008 - Fundargerð búfjáreftirlitsnefndar, dags. 4.6.2008
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.
3. 0812010 - 115. fundur heilbrigðisnefndar
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
4. 0811020 - Breytingar á stjórnsýslu Eyjafjarðarsveitar, fyrri umræða
Samþykkt að vísa fyrirliggjandi tillögum til síðari umræðu.
5. 0812006 - álagning útsvars 2009
Við afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2009 sem fram fór 12. desember síðastliðin lá ekki fyrir heimild í lögum um
hækkun útsvars vegna ársins 2009. Alþingi samþykkti 20. desember 2008, breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/119. Breytingin
fólst í að hámarksálagningarprósentu útsvars var breytt úr 13,03% í 13,28%. í ljósi þessa er lagt til að
álangingarprósenta útsvars verði 13,28% í Eyjafjarðarsveit.
Sveitarstjórn lýsir því jafnframt yfir að verði niðurstaðan sú að tekjuafgangur verður meiri en áætlun gerði ráð
fyrir mun hann verða nýttur til útgjaldaauka.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00