Sveitarstjórn

364. fundur 28. janúar 2009 kl. 14:11 - 14:11 Eldri-fundur
364. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar haldinn  að Syðra Laugalandi, þriðjudaginn 27. janúar 2009 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu:
Arnar árnason, Einar Gíslason, Sigríður örvarsdóttir, Karel Rafnsson, Jón Jónsson, Bryndís þórhallsdóttir, Stefán árnason,
Fundargerð ritaði:  Stefán árnason ,

Dagskrá:

1.    0806052 - Samrekstur skóla
Skýrsla verkefnisnefndar um samrekstur skóla lögð fram til kynningar.


2.    0901004 - Samningur um rafræna gagnaflutninga sveitarfélagsins
Fyrir liggur að gerður hefur verið samningur við Símann um uppsetningu ADSL símstöðva í sveitarfélaginu. Samningurinn er gerður af Guðmundi Jóhannssyni fráfarandi sveitarstjóra.
Sveitarstjórn ákveður með 5 athvæðum að standa við samninginn. Bryndís sat hjá.


3.    0811009 - Drög að þjónustusamningi aðildarsveitarfélaga og Minjasafns
Erindinu var frestað á 360. fundi sveitarstjórnar 2. desember s.l. og samþykkt að óska eftir frekari upplýsingum. Fyrir lá minnisblað frá fundi með forstöðumanni safnsins. í minnisblaðinu kemur m.a. annars fram að þjónustusamningurinn sé tilkominn þar sem Héraðsnefnd Eyjafjarðar útdeili ekki lengur kostnaði við safnið. Minjasafnið er sjálfseignarstofnun og þarf því að gera þjónustusamning við þau sveitarfélög sem að rekstrinum standa.
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi samningsdrög og felur oddvita að undirrita samninginn.


4.    0901005 - ákvörðun um tekjutengdan afslátt fasteignagjalda til ellilífeyrisþega
Samþykkt var eftirfarandi tillaga um afslátt til tekjulítilla örorku- og ellilífeyrisþega:
Tekjuviðmið miðast við allar skattskyldar tekjur þ.m.t. eigna- og fjármagnstekjur.

Einstaklingar:
 100% 0.- til 1.800.000.-
 75% 1.800.001.- til 1.962.000.-
 50% 1.962.001.- til 2.150.000.-
 25% 2.150.001.- til 2.350.000.-

Hjón og samskattað sambýlisfólk:
 100% 0.- til 3.060.000.-
 75% 3.060.001.- til 3.335.000.-
 50% 3.335.001.- til 3.655.000.-
 25% 3.655.001.- til 3.995.000.-


Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl.   17:30
Getum við bætt efni síðunnar?