Sveitarstjórn

369. fundur 13. maí 2009 kl. 09:11 - 09:11 Eldri-fundur
369. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar haldinn  að Syðra Laugalandi, þriðjudaginn 12. maí 2009 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu:
Arnar árnason, Einar Gíslason, Sigríður örvarsdóttir, Karel Rafnsson, Jón Jónsson, Bryndís þórhallsdóttir, Brynjar Skúlason, Stefán árnason,

Fundargerð ritaði:  Stefán árnason ,

Oddviti leitaði afbrigða til að setja á dagskrá skipulag starfsmannamála á skrifstofu. Var það samþykkt.

Dagskrá:

1.    0904005F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 117
Fundargerð 117. fundar skipulagsnefndar er lögð fram til afgreiðslu eins og einstök erindi bera með sér.

1.1.    0801008 - Laugafell - Umsókn um framkvæmd deiliskipulags
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.

1.2.    0904002 - æsustaðir - Umsókn um að 2 spildur í landi jarðarinnar verði teknar úr landbúnaðarnotkun og verði sérstakar eignir
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.

1.3.    0903021 - æsustaðir - Umsókn um leyfi fyrir byggingu íbúðarhúss
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.

1.4.    0903015 - Arnarholt - Umsókn um breytta landnotkun
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.

1.5.    0903011 - Borgarhóll I og II - Landskiptasamningur
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.

1.6.    0903004 - Samkomugerði I - Beiðni um uppskiptingu lands
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.

1.7.    0805006 - Umsókn um leyfi til flutnings á smáhýsi í landi Teigs.
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.


2.    0904002F - Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 182
Fundargerð 182. fundar skólanefndar er lögð fram til afgreiðslu eins og einstök erindi bera með sér.

2.1.    0905001 - Skýrsla um námsferð fyrrverandi leikskólastjóra í maí 2008
Gefur ekki tilefni til ályktana.

2.2.    0902016 - Skóladagatal Hrafnagilsskóla 2009-2010
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.

2.3.    0905002 - Skóladagatal leikskóla 2009-2010
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.

2.4.    0905003 - Starfsmannamál næsta vetrar hjá grunn- og leikskóla
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.

2.5.    0905004 - áætlun um fyrirkomulag stjórnunar í grunnskóla
Afgreiðslu er frestað.

2.6.    0905005 - Töluleg gögn grunnskólastarfsins
Gefur ekki tilefni til ályktana.


3.    0905002F - íþrótta- og tómstundanefnd Eyjafjarðarsveitar - 131
Fundargerð 131. fundar íþrótta- og tómstundanefndar er lögð fram til afgreiðslu eins og einstök erindi bera með sér.

3.1.    0905009 - Kvennahlaup íSí 2009
Gefur ekki tilefni til ályktana.

3.2.    0905010 - Málefni íþróttamiðstöðvar Eyjafjarðarsveitar vor 2009
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.


4.    0707018 - Hverfisfélag Brúnahlíðar, fráveita við Brúnahlíð.
Sveitarstjórn heimilar oddvita og skrifstofustjóra vinna að málinu í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað. áætlaður heildarkostnaður er kr. 4 millj. og er honum vísað til endurskoðunar á fjárhagsáætlun ársins 2009.


5.    0903018 - Tillaga að sorphirðu í Eyjafjarðarsveit
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar óskar eftir viðræðum Flokkun ehf um rekstur gámasvæðis í sveitarfélaginu. þetta er gert í framhaldi af fundi með Hermanni Jóni Tómassyni og Eiði Guðmundssyni fulltrúum Flokkunar ehf og Moltu ehf, um fyrirkomulag sorphirðu og sorpförgunar á Eyjafjarðarsvæðinu.
Jafnframt óskar sveitarstjórn eftir því við fyrirtækin að þau beiti sér sem fyrst fyrir að allt sorp sem til fellur á svæðinu verði flokkað og því komið til urðunar eða endurvinnslu á þann hátt sem hagstæðast er fyrir sveitarfélögin á Eyjafjarðarsvæðinu svo og fyrir Flokkun ehf og Moltu ehf. Með því verði kostnaði sveitarfélaganna haldið í lágmarki og rekstur þessara fyrirtækja gerður eins hagkvæmur og mögulegt er.
Einnig verði markmiðið að sveitafélög á Eyjafjarðarsvæðinu sem staðið hafa að uppbyggingu stærstu jarðgerðarstöðvar á landinu verði í fararbroddi sveitarfélaga hvað varðar flokkun, endurvinnslu og urðun sorps.


6.    0811019 - Almennar styrkumsóknir 2009
Umsókn um styrk frá Skólahreysti er vísað til íþrótta- og tómstundanefndar.
öðrum fyrirliggjandi umsóknum er hafnað.


7.    0905012 - Starfsmannamál
Lagt fram til kynningar.


Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl. 16:55
Getum við bætt efni síðunnar?