200. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar, haldinn í fundarsal sveitarstjórnar 5. mars 2002, kl. 16:30.
Mættir voru: Valdimar Gunnarsson, Arnbjörg Jóhannsdóttir, Gunnar Valur Eyþórsson, Jón Jónsson, Dýrleif Jónsdóttir, Reynir Björgvinsson og Bjarni Kristjánsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði Stefán árnason.
Varaoddviti Valdimar Gunnarsson setti fundinn í fjarveru oddvita og leitaði afbrigða til að fresta þar til síðar á fundinum afgreiðslu 2. liðar.
Var það samþykkt.
1. Tillaga að ályktun um málefni Saurbæjar
Með vísan til bréfaskipta milli landbúnaðarráðuneytisins annars vegar og Eyjafjarðarsveitar hins vegar um málefni Saurbæjar sem og fundar í ráðuneytinu þann 7. feb. 2002 samþykkir sveitarstjórn eftirfarandi ályktun:
"Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar beinir þeirri áskorun til landbúnaðarráðherra að hann leiti leiða til að Skógræktarfélag Eyfirðinga fái til eignar án endurgjalds ríkisjörðina Saurbæ í Eyjafjarðarsveit. í slíkri gjörð fælist öflugur stuðningur við skógræktarstarf og um leið viðurkenning á því þýðingarmikla og árangursríka starfi, sem félagið hefur unnið í þágu skógræktar. Fái það jörðina til eignar opnast því aðrir möguleikar til nýtingar og ráðstöfunar á landinu en við leigu eins og á hefur verið bent á í erindum til ráðuneytisins og styður betur en leiguaðferðin áform félagsins um samfellda skógrækt og annars konar skipulagningu á umræddu svæði.
Afhendingu jarðarinnar til Skógræktarfélags Eyfirðinga fylgdu eftirfarandi kvaðir:
- að sveitarstjórn (fjallskilanefnd) Eyjafjarðarsveitar fengi ráðstöfunarrétt á afrétti jarðarinnar en félagið fengi þær tekjur, sem hugsanlega innheimtust fyrir beitarafnot.
- að félaginu yrði skylt að afhenda þriðja aðila hús jarðarinnar til endurgjaldslausra afnota, hugsanlega til eignar, ef grundvöllur skapaðist fyrir nýtingu þeirra sbr. hugmyndir, sem reifaðar eru í minnisblaði sveitarstjóra og formanns Skógræktarfélags Eyfirðinga frá 13. feb. s. l. Komi í ljós við nánari skoðun og samráð aðila sbr. fyrrnefnt minnisblað, að slíkir möguleikar eru ekki fyrir hendi, verði félaginu gert skylt að rífa húsin.
- að félagið lýsi vilja sínum til að leigja bændum ræktað land jarðarinnar verði eftir því leitað.
Náist ekki sátt um þessa leið mælir sveitarstjórn með að Skógræktarfélag Eyfirðinga fái jörðina leigða til skógræktar með hliðstæðum skilmálum og gilda um leigu á nágrannajörðinni Hálsi og þrándarstöðum í Brynjudal. Eftir sem áður giltu sömu skilmálar og fram eru settir hér að framan um ráðstöfun á afrétti jarðarinnar og ræktuðu landi.
Vinnuhópi (sjá áðurnefnt minnisblað) yrði falið að leggja fram tillögu að ráðstöfun húseignanna. Sýnist ekki mögulegt að koma þeim í not er það skilyrði að hálfu sveitarstjórnar að þau verði rifin.
Sveitarstjórn mun leita eftir stuðningi jarðanefndar Eyjafjarðarsýslu við þessa ályktun."
2. Erindi Fjólu Guðjónsdóttur dags. 25. feb. 2002
Umsókn um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 29 í Leifsstaðalandi.
Erindinu vísað til umsagnar hjá skipulagsnefnd.
Oddviti Hólmgeir Karlsson mætti á fundinn og tók við fundarstjórn.
3. Drög að samningi við Akureyrarbæ um ráðgjafarþjónustu
Tillaga að breytingu á 6. lið draganna.
Afgreiðslu frestað og sveitarstjóra falið að kanna afstöðu annarra sveitarfélaga til málsins.
4. Tillaga að breytingu á álagningu vatnsskatts og lóðarleigu fyrir árið 2002
Samþykkt að lækka álagningu lóðarleigu úr 2,15% í 0,75% og vatnsskatt úr 0,13% í 0,11%.
Breytingin er gerð þar sem í ljós hefur komið að fasteignamat lóða hefur hækkað margfalt umfram meðaltalshækkun fasteignamats og mat fasteigna þar sem vatnsskattur er innheimtur hefur einnig hækkað verulega umfram meðaltalið.
5. Drög að verklagsreglum og skipulagsskilmálum vegna deiliskipulags á landi í einkaeign
í drögunum eru settar fram tillögur að þeim kröfum sem gilda skulu um gatnagerð, fráveitur, neysluvatn o. fl..
Samþykkt að óska eftir áliti lögfræðings og Skipulagsstofnunar á fyrirliggjandi drögum.
6. Fundargerð byggingarnefndar, 136, fundur, 12. feb. 2002, afgreiðslu frestað á síðasta fundi
3. liður 136. fundar, umsókn um byggingu íbúðarhúss á lóð nr. 8 við Brúnahlíð.
Afgreiðsla byggingarnefndar samþykkt. Sveitarstjórn mun ákveða þá skilmála sem uppfylla þarf áður en lóð og/eða skipulagssvæði telst byggingarhæft.
7. Fundargerð heilbrigðisnefndar, 43. fundur, 18. feb. 2002
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
8. Drög að samþykkt um umgengni og þrifnað utanhúss á starfssvæði heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra
Sent sveitarstjórn til umsagnar.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi drög.
9. Fundargerð handverkssýningarstjórnar, 14. fundur 2001
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.
10. Fundur húsnefndar Sólgarðs, 7. feb. 2002
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.
11. Kaupsamningur um jörðina Sámsstaði dags. 26. febrúar 2002,
þar sem Jón Pálmi Gíslason selur Höskuldi Jónssyni, Elfu ágústsdóttur, Kristjáni þorvaldssyni og Kristínu T. þórsdóttur jörð sína Sámsstaði.
Sveitarstjórn samþykkir að afsala sér forkaupsrétti.
12. Tillaga að ályktun um reiðvegamál
Lögð fram tillaga að ályktun um reiðvegamál ásamt greinargerð.
Sveitarstjórn samþykkir ályktunina með 6 atkvæðum. A.J. var á móti.
"Með hliðsjón af umræðum um reiðvegamál og vísan til skýrslu vinnuhóps um sama efni frá mars 2000 leggur sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar til að framtíðarreiðleið (stofnleið) frá Akureyri að Melgerðismelum liggi um austurbakka Eyjafjarðarár frá þverbraut sunnan flugvallar allt að þverá fremri (Munkaþverá). þar fari leiðin yfir á vesturbakka árinnar og fylgi honum að landamerkjum Hólshúsa og Grundar. Viðhorf landeigenda og mat á kostnaði ráði því síðan hvort hún haldi áfram á vesturbakka Eyjafjarðarár að Melgerðismelum eða fari á landamerkjum fyrrnefndra jarða upp að þjóðvegi og meðfram honum að ?Melunum.? Að öðru leyti vísar sveitarstjórn til ályktunar og greinargerðar um skipulag reiðvega sem samþykkt var á fundi hennar þann 22. maí 2001. Sveitarstjórn felur skipulagsnefnd og sveitarstjóra að vinna að framgangi reiðvegamálsins á grundvelli þessarar ályktunar og 15. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, sbr. einnig vegalög nr. 45/1994 með síðari breytingum."
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:25