Sveitarstjórn

376. fundur 30. nóvember 2009 kl. 09:50 - 09:50 Eldri-fundur
376 . fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar haldinn að Syðra Laugalandi, þriðjudaginn 10. nóvember 2009 og hófst hann kl. 15:00.

Fundinn sátu:
Arnar árnason, Einar Gíslason, Reynir Björgvinsson, Karel Rafnsson, Jón Jónsson, Bryndís þórhallsdóttir, Elín Margrét Stefánsdóttir, Stefán árnason og Jónas Vigfússon.

Fundargerð ritaði:  Stefán árnason, .

áður en fundur hófst lék Elvar Jóhann Sigurðsson nemandi í Tónlistarskóla Eyjafjarðar eitt lag á gítar í tilefni af tónleikaviku skólans.

Dagskrá:

1.     0910007F - Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 184
Fundargerð 184.  fundar skólanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstök erindi bera með sér.
1.1.    0909017 - Umsókn um niðurgreiðslu leikskólagjalda
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.
 

1.2.    0803049 - Hönnun skólalóðar.
Deiliskipulag skólalóðar er í vinnslu hjá skipulagsnefnd.  
 
1.3.    0806052 - Samrekstur skóla
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.
 
1.4.    0910014 - Undirbúningur skólanefndar að gerð fjárhagsáætlunar 2010-2011
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
 
1.5.    0910015 - Hlutverk skólanefndar við mat á skólastarfi
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.
 
1.6.    0910013 - Kynning skólastjóra á þróunarverkefninu Feneyjar
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
 
         
2.     0910008F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 124
Fundargerð 124.  fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstök erindi bera með sér.

2.1.    0804011 - Breyting á aðalskipulagi vegna efnistöku.
Tillaga skipulagsnefndar samþykkt, en efnistökusvæði í Hvammi verði haft með í umhverfisskýrslunni þannig að öll svæði sem vitað er um og rætt hefur verið um til efnistöku verði höfð með þegar endanleg ákvörðun um auglýsingu á breytingu á aðalskipulagi verður ákveðin.

2.2.    0911001 - Lágmarksviðmið vegna nýrra íbúðarhúsasvæða á aðalskipulagi
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.
 
2.3.    0903015 - Arnarholt - Umsókn um breytta landnotkun
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
 
2.4.    0910018 - Skólalóð - deiliskipulag
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.
 
2.5.    0909014 - Reiðvegur - héraðsleið 8
Elín Stefánsdóttir og Jón Jónsson tóku undir bókun formanns skipulagsnefndar.   Afgreiðsla skipulagsnefndar samþykkt með 5 atkvæðum,  J.J.  og E.S. voru á móti.   
 
         
3.     0910017 - þjónustusamningur - endurnýjun
Fyrir fundinum lá umsókn frá Markaðsskrifstofu ferðamála á Norðurlandi um endurnýjun á þjónustusamningi.   Afgreiðslu frestað og óskað eftir kynningu á starfi skrifstofunnar.
         
4.     0911002 - Fjárhagsáætlun 2010
Rætt um fyrirkomulag á vinnudegi um fjárhagsáætlun sem ákveðin hefur verið 28. nóvember n.k.
         


Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl.   16:00
Getum við bætt efni síðunnar?