378 . fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar haldinn að Syðra Laugalandi, föstudaginn 11. desember 2009 og hófst hann kl. 17:30.
Fundinn sátu:
Arnar árnason, Reynir Björgvinsson, Karel Rafnsson, Jón Jónsson, Bryndís þórhallsdóttir, Elín Margrét Stefánsdóttir,
Stefán árnason og Jónas Vigfússon.
Fundargerð ritaði: Stefán árnason, Skrifstofustjóri.
Dagskrá:
1. 0712023 - Stækkun friðlandsins í þjórsárverum
Samþykkt að tilnefna sveitarstjóra í vinnuhóp um stækkun friðlands í þjórsárverum.
2. 0912009 - Lög til umsagnar: Sveitarstjórnarlög 45/1998 - Fjöldi sveitarstjórnarfulltrúa
Sveitarstjórn telur þessa breytingu ekki vera til bóta og leggst gegn henni. Sveitarstjóra falið að svara í samræmi við umræður á
fundinum.
3. 0912006 - Umsókn um lækkun fasteignaskatts fyrirtækja í c-flokki
í erindi sínu óska bréfritarar eftir því að lækkað verði álagningarhlutfall á fasteignir í C-flokki og vísa til
þess að ekki þurfi að hækka álagningarhlutfall í A flokki nema lítið til að mæta tekjulækkun sem yrði við lækkun
á álagningarhlutfalli eigna sem eru í C-flokki. þá benda bréfritarar einnig á að þann mismun sem er á álagningu
fasteignaskatts á atvinnustarfsemi þ.e. að byggingar í landbúnaði skuli flokkaðar í A-flokki á meðan annað
atvinnuhúsnæði er í C-flokki.
Sveitarstjórn bendir bréfriturum á að álagningarhlutfall Eyjafjarðarsveitar í C-flokki er nokkuð langt undir landsmeðaltali
þess sem sveitafélög nota og er það 3-4 lægsta hjá sveitarfélögum með yfir 400 íbúa. álagningarhlutfall í A-flokki
er yfir landsmeðaltali.
Varðandi mismunun á flokkun fasteigna í gjaldflokka er því til að svara að löggjafinn hefur ákveðið þessa mismunun.
Sveitarstjóra er falið að vekja athygli löggjafans á þessu misræmi og óska eftir að flokkun eigna í C flokk verði
endurskoðuð.
Sveitarstjórn hafnar erindinu.
4. 0912005 - Aukning hlutafjár í Moltu 2009
Fyrir fundinum lá sameiginlegt erindi frá Flokkun ehf og Moltu ehf þar sem annars vegar er óskað eftir viðbótarhlutafé frá
Eyjafjarðarsveit í Moltu ehf. kr. 2.056.500.- og hins vegar er óskað eftir því að sveitarfélögin sem að Flokkun ehf standa veiti
fyrirtækinu heimild til að ábyrgjast lán til Moltu ehf alls að upphæð kr. 160 millj.
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkir að fresta erindinu þar til brugðist hefur verið við ósk sveitarfélagsins frá 12. maí s.l.
um viðræður.
5. 0912008 - Hestamannafélagið Funi sækir um styrk vegna framkvæmda í Funaborg
ákveðið að
hjálpa til við að ljúka framkvæmdum í Funaborg með fjármögnun efniskaupa en samið verði um fjárupphæð
síðar.
6. 0911002 - Fjárhagsáætlun 2010
Eftirfarandi tillaga er um álagningu gjalda 2010:
útsvar 13,28% (óbreytt)
Fasteignaskattur, A stofn 0.41% (óbreytt)
Fasteignaskattur, B stofn 1.32% samkv. lögum
Fasteignaskattur, C stofn 1,20% (óbreytt)
Vatnsskattur ákvörðun Norðurorku ehf.
Holræsagjald 0.055% (óbreytt)
Lóðarleiga 0.75% (óbreytt)
Gjalddagar fasteignagjalda verði 5 þ.e. 1. febrúar, 1. mars, 1. apríl, 1. maí og 1. júní.
Samþykktur var afsláttur af fasteignagjöldum til elli- og örorkulífeyrisþega og er tekjuviðmið óbreytt frá fyrra
ári.
Einstaklingar:
100% 0.- til 1.800.000.-
75% 1.800.001.- til 1.962.000.-
50% 1.962.001.- til 2.150.000.-
25% 2.150.001.- til 2.350.000.-
Hjón og samskattað sambýlisfólk:
100% 0.- til 3.060.000.-
75% 3.060.001.- til 3.335.000.-
50% 3.335.001.- til 3.655.000.-
25% 3.655.001.- til 3.995.000.-
Tekjuviðmið miðast við allar skattskyldar tekjur þ.m.t. eigna- og fjármagnstekjur.
Sorpgjald:
240 l ílát kr.
21.438.- 25% hækkun
500 - 660 l ílát kr. 34.976.- 25%
hækkun
1100 l ílát kr.
81.264.- 25% hækkun
Sumarhús
kr. 6.875.- 25% hækkun
Rotþróargjald verði:
þróarstærð allt að 1800 l kr. 6.363.- 10% hækkun
þróarstærð 1801 - 3600 l kr. 9.717.- 10% hækkun
Gjaldskrá leikskóla og skólavistunar verði óbreytt. Skólanefnd geri tillögu um breytingar á gjaldskránni og afsláttareglum
sem taki gildi 1. ágúst 2010
Niðurstöðutölur úr fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2010 í þús. kr.:
Tekjur kr. 634.505
Gjöld án fjármagnsliða kr. 566.372
Fjármunatekjur og gjöld kr. 27.983
Rekstrarniðurstaða kr. 40.150
Veltufé frá rekstri kr. 70.629
Fjárfesingarhreyfingar kr. 15.511
Afborganir lána kr. 41.227
Hækkun á handbæru fé kr. 13.891
Fundargerðir nefnda og önnur erindi sem borist hafa og vísað hefur verið til afgreiðslu fjárhagsáætlunar eru afgreidd á þann hátt
sem áætlunin ber með sér.
Fjárhagsáætlunin er samþykkt samhljóða.
Sveitarstjórn þakkar öllu nefndarfólki og starfsmönnum sveitarfélagsins fyrir ánægulegt samstarf og frábæra vinnu við
áætlanagerð fyrir árið 2010.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:40