379 . fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar haldinn að Syðra Laugalandi, mánudaginn 21. desember 2009 og hófst hann kl. 11:00.
Fundinn sátu:
Reynir Björgvinsson, Jón Jónsson, Bryndís þórhallsdóttir, Elín Margrét Stefánsdóttir, Stefán árnason,
Jónas Vigfússon og Karel Rafnsson.
Fundargerð ritaði: Stefán árnason, .
Dagskrá:
1. 0912005 - Aukning hlutafjár í Moltu
Fyrir fundinum lá sameiginlegt erindi Flokkunar ehf. og Moltu ehf. þar sem annars vegar er óskað eftir viðbótarhlutafé frá Eyjafjarðarsveit
í Moltu ehf. kr. 2.056.500- og hins vegar er óskað eftir að sveitarfélögin sem að Flokkun ehf. standa veiti stjórn fyrirtækisins heimild til að
ábyrgjast lán til Moltu ehf. alls að upphæð kr. 160 milljónir.
Sveitarstjórn samþykkir bæði erindin en beinir eftirfarandi til stjórna fyrirtækjanna:
Marka þarf framtíðarskipulag sorphirðu og hvernig staðið verði að meðhöndlun úrgangs. Brýnt er að ákvörðun
byggi á kostnaðar- og hagkvæmigreiningu til lengri tíma. Með því verði kostnaði sveitarfélaganna haldið í lágmarki og
rekstur þessara fyrirtækja gerður eins hagkvæmur og mögulegt er.
það er skoðun sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar að þessi mál beri að leysa öll í samhengi og fyrirtækin Flokkun og Molta þurfi
að hafa frumkvæði um lausn þeirra. Minnir sveitarstjórn á bókun þess efnis frá 12. maí 2009.
Ljóst er að auka þarf mannafla tímabundið til að stefnumótunin gangi hraðar annað hvort með aðkeyptri vinnu eða að ráða
fleiri menn til starfa.
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar leggur til að þetta verði gert hið fyrsta og telur það forsendu fyrir því að sveitarfélög á
Eyjafjarðarsvæðinu verði í farabroddi hvað varðar flokkun, endurvinnslu og meðhöndlun sorps.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:30