381 . fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar haldinn að Syðra Laugalandi, þriðjudaginn 2. febrúar 2010 og hófst hann kl. 15:00.
Fundinn sátu:
Arnar árnason, Einar Gíslason, Reynir Björgvinsson, Karel Rafnsson, Jón Jónsson, Bryndís þórhallsdóttir, Elín Margrét
Stefánsdóttir, Stefán árnason og Jónas Vigfússon.
Fundargerð ritaði: Stefán árnason, .
Dagskrá:
1. 1001003F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 128
Fundargerð 128. fundar skipulagsnefndar afgreidd eins og einstakir liðir bera með sér.
1.1. 0804011 - Breyting á aðalskipulagi vegna efnistöku.
Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.
1.2. 0909014 - Reiðvegur - héraðsleið 8
Skipulagsnefnd frestaði erindinu.
1.3. 0912014 - álit Samkeppniseftirlitsins nr. 3/2009 Skipulag, lóðarúthlutanir og samkeppni
Skipulagsnefnd frestaði erindinu.
2. 1001004F - Umhverfisnefnd Eyjafjarðarsveitar - 90
Fundargerð 90. fundar umhverfisnefndar afgreidd eins og einstakir liðir bera með sér.
2.1. 0804011 - Breyting á aðalskipulagi vegna efnistöku.
Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.
3. 1001009 - Hitaveita frá Botni að árbæ
á fundinn mættu frá Norðurorku ehf. Frans árnason, Baldur Dýrfjörð, árni Sigurðsson og Stefán Steindórsson.
Gerðu þeir grein fyrir áætlun um fyrirhugaða hitaveitu frá Botni að árbæ. Samþykkt að fela sveitarstjóra að vinna
með fulltrúa frá Norðurorku ehf. að gerð kynningarefnis fyrir íbúa á væntalegu veitusvæði. Drög að
kynningarefni verði lögð fram á næsta fundi sveitarstjórnar.
4. 1001006 - Menningarsamningur Eyþings - endurnýnjun, ásamt áætlun um framlög sveitarfélaga
Erindið
er lagt fram til kynningar.
5. 1001004 - Sameining almannavarnarnefnda Eyjafjarðar og Fjallabyggðar
Fjallað var um erindi Almannavarna Eyjafjarðar dags. 15. jan. 2010 þar sem óskað er samþykkis sveitarstjórnar fyrir sameiningu almannavarnarnefnda
Eyjafjarðar og Fjallabyggðar.
Sveitarstjórn samþykkir erindið.
Jafnframt var ákveðið að óska eftir því að samin verði viðbragðsáælun vegna náttúruvár á
Eyjafjarðarsvæðinu, en sveitarstjórn telur að slík áætlun hefði getað hjálpað verulega til þegar flóð og
skriðuföll urðu í desember 2006.
6. 1001002 - Umsókn um afnot sundlaugarhúsnæðis á Laugalandi vegna seyðaeldis
Sveitarstjóra falið að kanna hvort nægilegt kalt vatn sé á svæðinu fyrir þá starfsemi sem þarna er fyrirhuguð.
7. 1001008 - Samningur um móttöku og jarðgerð almenns heimilisúrgangs
Fyrir fundinum lágu drög að samningi við Moltu ehf. um móttöku á heimilisúrgangi til jarðgerðar. Fyrirliggjandi samningsdrög
samþykkt og sveitarstjóra falið að undirrita hann.
8. 1001001 - Umferðaröryggisáæltun - Umferðarstofa óskar eftir samstarfi við
sveitarfélagið
Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að svara því.
9. 0912017 - álit Samkeppniseftirlitsins nr. 4/2009 Opinber útboð, samkeppni og samkeppnishindranir
Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:10