Sveitarstjórn

382. fundur 25. febrúar 2010 kl. 15:16 - 15:16 Eldri-fundur
382 . fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar haldinn að Syðra Laugalandi, þriðjudaginn 23. febrúar 2010 og hófst hann kl. 15:00.
Fundinn sátu:
Arnar árnason, Einar Gíslason, Karel Rafnsson, Jón Jónsson, Bryndís þórhallsdóttir, Elín Margrét Stefánsdóttir, Stefán árnason og Jónas Vigfússon.
Fundargerð ritaði:  Stefán árnason, .

Oddviti leitaði afbrigða til að fella út af dagskrá 130. fundargerð skipulagsnefndar. Var það samþykkt og breytist röð annarra dagskrárliða í samræmi við það.

Dagskrá:

1.     1002001F - Umhverfisnefnd Eyjafjarðarsveitar - 91
Fundargerð 91.  fundar umhverfisnefndar tekin til  afgreiðslu eins og einstök mál bera með sér.

1.1.    0912015 - Umhverfisvottun íslands - kynning Náttúrustofu Vesturlands á verkefninu
Erindið gefur ekki tilefni til ályktana.
 
1.2.    1002003 - Yndisgróður í Eyjafjarðarsveit
Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu nefndarinnar.
 
1.3.    0804011 - Breyting á aðalskipulagi vegna efnistöku.
Afgreiðslu frestað.
 
1.4.    1002005 - Fuglatalning á óshólmasvæðinu
Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu nefndarinnar og vísar áætluðum kostnaði kr. 733.000.- til endurskoðunnar á fjárhagsáætlun ársins 2010.
 
        
2.     1002002F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 129
Fundargerð 129.  fundar skipulagsnefndar tekin til  afgreiðslu eins og einstök mál bera með sér.

2.1.    0910018 - Skólalóð - deiliskipulag
Gefur ekki tilefni til ályktana.
 
2.2.    0912011 - Knarrarberg - Umsókn um leyfi til að stækka geymsluhúsnæði
        Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt.
 
2.3.    0909014 - Reiðvegur - héraðsleið 8 og 2
Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt.
 
2.4.    1001007 - Hálendisvegir og slóðar
Erindið gefur ekki tilefni til ályktana.
 
2.5.    1001005 - Akrahreppur - Aðalskipulag 2010-2022, kynning
Afgreiðsla skipulagsnefndar samþykkt.
 
2.6.    0804011 - Breyting á aðalskipulagi vegna efnistöku.
Bjarni Jónsson og Eik Elfarsdóttir frá Veiðimálastofnun mættu á fund sveitarstjórnar undir umræðum um þennan lið og gerðu nánari grein fyrir skýrslu sinni um efnistöku á vatnasvæði Eyjafjarðarár.  Málinu er vísað aftur til umfjöllunar hjá skipulagsnefnd í samræmi við umræður á fundinum.
 
        
3.     0912016 - Fundargerð búfjáreftirlitsnefndar, dags. 4.12.2009
á 380.  sveitarstjórnar var sveitarstjóra falið að taka saman minnisblað um samþykktir og úrræði sveitarfélaga hvað varðar búfjárhald og þau lög sem um það gilda.    Fyrir fundinum nú lá umbeðið minnisblað ásamt drögum að samþykkt um búfjárhald.  Samþykkt að vísa fyrirliggjandi drögum til umsagnar og yfirferðar hjá atvinnumálanefnd. 
 
        
4.     1001009 - Hitaveita frá Botni að árbæ
Fyrir fundinum lá minnsblað frá sveitarstjóra varðandi hitaveitu frá Botni að árbæ,  einnig lá fyrir minnisblað frá VN um áætluð heimtaugagjöld.   Arnar árnason og Karel Rafnsson lýstu sig vanhæfa í málinu og fóru af fundi meðan umræða fór fram.    Afgreiðslu frestað.
  
    
5.     1002004 - Lánasjóður sveitarfélaga óskar eftir samþykki sveitarstjórnar til að birta upplýsingar um stöðu lána sveitarfélagsins
Sveitarstjórn samþykkir erindið.

       
6.     1002010 - ársþing UMSE í Hrafnagilsskóla
Sveitarstjórn samþykkir að verða við erindinu.
        

Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl.   17:05
Getum við bætt efni síðunnar?