Sveitarstjórn

384. fundur 17. mars 2010 kl. 09:47 - 09:47 Eldri-fundur
384 . fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar haldinn að Syðra Laugalandi, þriðjudaginn 16. mars 2010 og hófst hann kl. 15:00.
Fundinn sátu:
Arnar árnason, Einar Gíslason, Reynir Björgvinsson, Karel Rafnsson, Jón Jónsson, Bryndís þórhallsdóttir, Elín Margrét Stefánsdóttir, Stefán árnason og Jónas Vigfússon.
Fundargerð ritaði:  Stefán árnason, .

í upphafi fundar bað odddviti sveitarstjórnarmenn að minnast Elísabetar Sigurðardóttur sem lést s.l. fimmtudag. Elísabet var kjörin í sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar 2006.

Oddviti leitaði afbrigða til að taka á dagskrá umsókn um leyfi til að flytja fé frá Torfufelli að Halldórsstöðum. Var það samþykkt og verður 8. liður dagskrár.

Dagskrá:


1.     1002003F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 130
Fundargerð 130. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstök mál bera með sér.

1.1.    0804011 - Breyting á aðalskipulagi vegna efnistöku.
Fyrir fundi skipulagsnefndar lá tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005 - 2025 vegna efnistöku. Breyting felst í því að bætt er inn 15 nýjum efnistökusvæðum.  Skipulagsnefnd samþykkti tillöguna með þeirri breytingu að náma í landi Hvamms verði felld út úr fyrirliggjandi tillögu. Sveitarstjórn vísar til bókunar við 131. fund skipulagsnefndar sem fjallar um sama efni.
 

        
2.     1002005F - Atvinnumálanefnd Eyjafjarðarsveitar - 69
Fundargerð 69. fundar atvinnumálanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstök mál bera með sér.

2.1.    0912001 - Endurskoðun fjallskilasamþykkta í Eyjafirði og þingeyjarsýslum
Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.
 
2.2.    1002017 - Samþykkt um búfjárhald í Eyjafjarðarsveit
Atvinnumálanefnd frestaði umræðum til næsta fundar.
 
2.3.    1002016 - Fjárflutningur frá Torfufelli í Gullbrekku
Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.
 

        
3.     1003001F - Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 186
Fundargerð 186. fundar skólanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstök mál bera með sér.

3.1.    1003005 - Skóladagatöl skólanna 2010-2011
Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.
 
3.2.    0803049 - Hönnun skólalóðar.
ósk skólanefndar um fjárveitingu til framkvæmda á skólalóð er vísað í vinnu  sveitarstjórnar við að skipta framkvæmdafé ársins 2010.

3.3.    0811001 - Skólastefna Hrafnagilsskóla
Erindinu var frestað á fundi nefndarinnar.
 
3.4.    0905003 - Starfsmannamál grunn- og leikskóla
Gefur ekki tilefni til ályktana.
 
3.5.    0802049 - Verklagsreglur skólanefndar
Gefur ekki tilefni til ályktana.
 
3.6.    1003006 - Hrafnagilsskóli - Töluleg gögn
Gefur ekki tilefni til ályktana.
 
         

4.     1003002F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 131
Fundargerð 131. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstök mál bera með sér.
4.1.    1003004 - Jódísarstaðir - Beiðni um samþykki fyrir nöfnum á lóðum í skipulagðri byggð
Erindinu var frestað á fundi nefndarinnar.
 
4.2.    1002008 - Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 - Breytingar á gatnakerfi
Gefur ekki tilefni til ályktana.
 
4.3.    0804011 - Breyting á aðalskipulagi vegna efnistöku.
Fyrir fundi skipulagsnefndar lá tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005 - 2025 vegna efnistöku. Breyting felst í því að bætt er inn 15 nýjum efnistökusvæðum.  Skipulagsnefnd samþykkti tillöguna með þeirri breytingu að náma í landi Hvamms verði felld út úr fyrirliggjandi tillögu. Að öðru leyti var samþykkt að að kynna tillöguna í samræmi við 17. grein skipulags- og byggingarlaga. Lagt er til að kynningarfundurinn verði 23. mars n.k.
Sveitarstjórn samþykkir að kynna tillöguna eins og kemur fram í greinargerð dags. 16. mars 2010, þ.e.a.s. með efnisnámu í Hvammi.
 
4.4.    1003007 - Frístundabyggð í landi Staðarhóls
Gefur ekki tilefni til ályktana.
 
4.5.    1003008 - Skipting á Stokkahlöðum 3
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.
 

     
5.     1003003 - ólyktar-mengun frá jarðgerðarstöð Moltu
Fyrir fundinum lá samrit af bréfi sem íbúar í nágrenni við jarðgerðarstöð Moltu ehf. á þveráreyrum hafa sent til Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra vegna lyktarmengunar frá verksmiðjunni.  Sveitarstjórn tekur undir það að  ástand hvað varðar lyktarmengun frá verksmiðjunni er óásættanlegt og hvetur Heilbrigðiseftirlit Norðurlands til að grípa tafarlaust til viðeigandi ráðstafanna.
         
6.     1003011 - Breyting á samþykkt um gatnagerðargjald.
Fyrir fundinum lá minnisblað frá sveitarstjóra dags. 12. mars 2010,  þar sem lögð er til tímabundin lækkun á gjaldskrá um gatnagerðargjöld.
Samþykkt að vísa til síðari umræðu  breytingu á gjaldskrá gatnagerðargjalda.

        
7.     1003010 - Fjarhagsáætlun 2011 - 2013
áætluninni er vísað til síðari umræðu.
         

8.     1003016 - Fjárflutningur frá Torfufelli að Halldórsstöðum
Sveitarstjórn samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
         


Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl.   17:00
Getum við bætt efni síðunnar?