Umhverfisnefnd

105. fundur 03. febrúar 2011 kl. 16:26 - 16:26 Eldri-fundur

105 . fundur umhverfisnefndar Eyjafjardarsveitar haldinn að Syðra Laugalandi, þriðjudaginn 1. febrúar 2011 og hófst hann kl. 17:00.
Fundinn sátu:
Brynhildur Bjarnadóttir, Hulda M Jónsdóttir, Brynjar Skúlason, Valur ásmundsson, Georg Hollanders og Jónas Vigfússon.
Fundargerð ritaði:  Jónas Vigfússon, sveitarstjóri.

 

Dagskrá:

1.  1007009 - Heildar stefnumörkun um sorphirðu og flokkun í sveitarfélaginu
 Farið var yfir drög að útboðsgögnum um sorphirðu. Stefnt að útboði í næstu viku.


   
2.  0711031 - Kerfill - átaksverkefni um eyðingu kerfils
 Grettir Hjörleifsson mætti á fundinn og gerði grein fyrir stöðu verkefnisins. Verkefnið s.l. ár varð mun meira en áætlað hafði verið og fór kostnaður um milljón kr. fram yfir áætlun. Helgast það af því að kerfillinn var kominn mun víðar en áætlað hafði verið og eitrað var á um 70 bæjum auk vegsvæða. Eitrið kostaði 944 þús. kr. að viðbættum vsk. þá má geta þess að landeigendur lögðu um 60 tíma vinnuframlag í verkefnið.
Umhverfisnefnd átelur að hafa ekki verið gert viðvart um að verkefnið væri að fara fram úr áætlun.
Ekki verði hafist handa næsta vor nema gerður verði nýr samningur þar sem skýrar reglur komi fram um verklag, skil á skýrslum og reikningum.
Telur nefndin samt sem áður að halda þurfi áfram að eitra í öllu sveitarfélaginu ef vinna eigi bug á kerflinum.
óskað var eftir skýrslu frá verktaka um hvar hafi verið eitrað og þá hversu oft á hverjum stað og mat á það hvernig til hafi tekist.

 

Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl.   19:00

Getum við bætt efni síðunnar?