Umhverfisnefnd

109. fundur 14. júlí 2011 kl. 14:52 - 14:52 Eldri-fundur

109 . fundur umhverfisnefndar Eyjafjardarsveitar haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, þriðjudaginn 21. júní 2011 og hófst hann kl. 16:30.
Fundinn sátu:
Brynhildur Bjarnadóttir, Hulda M Jónsdóttir, Brynjar Skúlason, Valur ásmundsson, Kristín Kolbeinsdóttir og Jónas Vigfússon.
Fundargerð ritaði:  Brynhildur Bjarnadóttir, formaður.

á fundinn mættu Sveinn Hannesson, Helgi Pálsson og Arngrímur Sverrisson frá Norðlenska gámafélaginu.


Dagskrá:

1.  1102023 - Sorphirða í Eyjafjarðarsveit - útboð
 Fjallað var um tvo verkþætti, sorphirðu frá heimilum og umsjón með gámasvæðum, en Norðlenska gámafélagið mun sjá um þessa tvo þætti frá og með 1. september næstkomandi. Ræddar voru ólíkar útfærsluleiðir og skipst á sjónarmiðum. Stefnt að því að óflokkuðu og lífrænu sorpi (í þéttbýli) verði safnað á 2 vikna fresti allt árið en flokkuðu sorpi verði safnað á 6 vikna fresti í öllu sveitafélaginu. Vaktað gámasvæði verður til að byrja með staðsett í nágrenni Reykárhverfis en nefndin beinir því til sveitastjórnar og/eða skipulagsnefndar að finna sem fyrst varanlega staðsetningu fyrir þess háttar svæði.  Norðlenska gámafélaginu falið að gera fyrstu drög að samningi um þessa tvo verkþætti.
   


Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl.   18:30

Getum við bætt efni síðunnar?