Umhverfisnefnd

111. fundur 24. ágúst 2011 kl. 09:21 - 09:21 Eldri-fundur

111 . fundur umhverfisnefndar Eyjafjardarsveitar haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, þriðjudaginn 23. ágúst 2011 og hófst hann kl. 17:00.
Fundinn sátu:
Brynhildur Bjarnadóttir, Hulda M Jónsdóttir, Brynjar Skúlason, Valur ásmundsson, Georg Hollanders og Jónas Vigfússon.
Fundargerð ritaði:  Jónas Vigfússon, sveitarstjóri.


Dagskrá:


1.  1102023 - Sorphirða í Eyjafjarðarsveit - útboð
 Farið var yfir samningsdrög við íslenska gámafélagið um flutning á sorpi til urðunar. Sveitarstjóra falið að ganga frá samningi í samræmi við umræður á fundinum.
Rætt um fyrirhugaðan kynningarfund með Gámaþjónustumönnum. Tillaga nefndarinnar er að boðið verði upp á jarðgerðartunnur frá Borgarplasti. íbúar sunnan Miðbrautar greiði 25% af kostnaðarverði, en ekki er talin ástæða til niðurgreiðslu hjá íbúm norðan Miðbrautar, en þar verður lífrænn úrgangur sóttur.
   

2.  0711031 - Kerfill - átaksverkefni um eyðingu kerfils
 Rædd var niðurstaða sveitarstjórnarfundar, 16. ágúst s.l. Stefnt að því að fá sérfræðinga á fund til faglegra ráðlegginga vegna endurskoðunar á verklagi.
   

3.  1108014 - Umhverfisverðlaun 2011

 Veitt verða umhverfisverðlaun haustið 2011. ákveðið að óska eftir ábendingum frá íbúum um staði sem til greina koma.
   


Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl.   19:00

Getum við bætt efni síðunnar?