Umhverfisnefnd

113. fundur 23. nóvember 2011 kl. 10:13 - 10:13 Eldri-fundur

113 . fundur umhverfisnefndar Eyjafjardarsveitar haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, þriðjudaginn 22. nóvember 2011 og hófst hann kl. 17:30.
Fundinn sátu:
Brynhildur Bjarnadóttir, Hulda M Jónsdóttir, Brynjar Skúlason, Valur ásmundsson, Björk Sigurðardóttir, Jónas Vigfússon og Stefán árnason.
Fundargerð ritaði:  Jónas Vigfússon, sveitarstjóri.

 

Dagskrá:

1.  1007009 - Heildar stefnumörkun um sorphirðu og flokkun í sveitarfélaginu
 Borist hefur athugasemd frá Vegun ehf. vegna samnings um flutning dýrahræja. þurft hefur að losa gámana í næturvinnu, sem ekki kom fram í útboðsgögnum og einnig hefur þurft að færa til í gámnum svo hægt sé að fylla hann.
Samþykkt að greiða álag vegna næturvinnu, en ákveðið að skoða hvort ekki sé hægt að breyta opnun á gámnum þannig að ekki þurfi að færa til í honum.
   

2.  1102024 - Heildarúttekt og skráning á náttúrufari
 Borist hefur tilboð í aðgang að myndkortagrunni og uppsetningu kortasjár frá ísgraf og Loftmyndum. Samþykkt að leggja til að samið verði við fyrirtækin á grundvelli tilboðsins, enda nýtist kerfið í mörgum málaflokkum.
   

3.  1111025 - Fjárhagaáætlun umhverfisnefndar 2012
 Gerð var tillaga að fjárhagsáætlun fyrir árið 2012, en ákveðið að fjalla aftur um gjaldskrá fyrir sorphirðu á næsta fundi nefndarinnar.
   

4.  1110015 - Tilnefning í vatnasvæðanefndir
 Lagt fram til kynningar.
   

5.  1110017 - úttekt á fiskgengd í þverá ytri
 Lögð var fram úttekt á fiskgengd í þverá ytri sem Veiðimálastofnun hefur gert.
Umhverfisnefnd tekur undir sjónarmið skipulagsnefndar um að nauðsynlegt sé að vakta ána a.m.k. á tveggja ára fresti.
   


Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl.   19:40

Getum við bætt efni síðunnar?