Umhverfisnefnd

115. fundur 07. desember 2011 kl. 09:13 - 09:13 Eldri-fundur

115 . fundur umhverfisnefndar Eyjafjardarsveitar haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, þriðjudaginn 6. desember 2011 og hófst hann kl. 17:00.
Fundinn sátu:
Brynhildur Bjarnadóttir, Hulda M Jónsdóttir, Brynjar Skúlason, Valur ásmundsson, Björk Sigurðardóttir, Jónas Vigfússon, Arnar árnason og Stefán árnason.
Fundargerð ritaði:  Jónas Vigfússon, sveitarstjóri.

 

Dagskrá:

1.  1111036 - Gjaldskrá fyrir sorphirðu
 Farið var yfir nýja tillögu að gjaldskrá fyrir sorphirðu og hún samþykkt efnislega með fyrirvara um jákvæða umsögn heilbrigðisnefndar. í gjaldskrána er komið sérstakt gjald sem fyrirhugað er að leggja á búfjáreigendur vegna kostnaðar við förgun á dýrahræjum. Gjaldið byggir á búfjárfjölda samkvæmt forðagæsluskýrslum.
Hulda sat hjá við afgreiðsluna og vill að nýtt fyrirkomulag álagningar á búfjáreigendur verði ígrundað betur.
ákveðið að leita framtíðarlausna á förgun dýraleifa og Brynjari falið að vinna að málinu í samstarfi við sveitarstjóra.
   


Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl.   18:30

Getum við bætt efni síðunnar?