Umhverfisnefnd

120. fundur 03. október 2012 kl. 15:16 - 15:16 Eldri-fundur

120. fundur umhverfisnefndar Eyjafjardarsveitar
haldinn  í fundarstofu 2, Skólatröð 9, þriðjudaginn 2. október 2012 og hófst hann kl. 17:00.
Fundinn sátu:
Brynhildur Bjarnadóttir formaður, Hulda M Jónsdóttir aðalmaður, Brynjar Skúlason aðalmaður, Björk Sigurðardóttir aðalmaður og Jónas Vigfússon sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði:  Brynhildur Bjarnadóttir, formaður.

Valur ásmundsson boðaði forföll og varamaður sá sér ekki fært að mæta.

Dagskrá:

1.  0711031 - Kerfill - átaksverkefni um eyðingu kerfils
 Farið var yfir stöðuna á verkefninu og styrkumsóknir vegna kerfilsverkefnisins 2012. Nefndarmenn voru nokkuð ánægðir með hvernig til hefur tekist og víða hefur fólk ráðist í eyðingu kerfils. Borist hafa reikningar af keyptri vinnu vegna úðunar að upphæð 1.064.974 og verður endurgreiðsluhlutfall vegna þeirra u.þ.b. 28%.
   
2.  1209032 - Hreinsunarmál 2012
 Borist hafa athugasemdir varðandi hreinsunarmál á ákveðnum stöðum í sveitinni. Nefndin leggur til að sveitastjóri setji sig í samband við landeigendur og hlutist til um umbætur. Einnig verður sett auglýsing í sveitapóst þar sem landeigendur almennt eru hvattir til betri umgengni.
   
3.  1209036 - Sorpmál-staða eftir breytingar
 Almennt rætt um stöðu sorphirðumála ári eftir að nýtt kerfi var sett á laggirnar og farið var yfir rekstraráætlun. Nefndarmenn ánægðir með fyrirkomulagið og virðist reksturinn vera á áætlun. Sérstaklega rætt um förgun dýraleifa og sveitarstjóra falið að fylgjast með þeim breytingum sem framundan eru í sorpbrennslumálum á Húsavík.
   
4.  1003003 - ólyktar-mengun frá jarðgerðarstöð Moltu
 Borist hefur erindi frá íbúum í sveitarfélaginu þar sem óskað er eftir fundi. Sveitarstjóra falið að finna fundartíma og boða fund.
   
5.  1206009 - Landsáætlun um meðhöndlun úrgangs 2013-2024
 Lagt fram til kynningar.
   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:50

Getum við bætt efni síðunnar?