Umhverfisnefnd

121. fundur 21. nóvember 2012 kl. 09:23 - 09:23 Eldri-fundur

121. fundur umhverfisnefndar Eyjafjardarsveitar
haldinn  í fundarstofu 2, Skólatröð 9, þriðjudaginn 20. nóvember 2012 og hófst hann kl. 17:00.
Fundinn sátu:
Brynhildur Bjarnadóttir formaður, Hulda M Jónsdóttir aðalmaður, Brynjar Skúlason aðalmaður, Björk Sigurðardóttir aðalmaður, Jónas Vigfússon sveitarstjóri og Stefán árnason.

Fundargerð ritaði:  Jónas Vigfússon, sveitarstjóri.

 

Dagskrá:

1.  1211021 - Fjárhagsáætlun umhverfisnefndar 2013
 Gerð var tillaga að fjárhagsáætlun fyrir árið 2013.
ákveðið var að nefndin hittist fljótlega og endurskoði gjaldskrá fyrir sorphirðu.
   
2.  1003033 - Kaupangsbakkar - leyfi til efnistöku
 Borist hefur umsögn Umhverfisstofnunar og leggst stofnunin ekki gegn fyrirhugaðri framkvæmd. Samkvæmt skýrslu Veiðimálastofnunnar um möguleg efnistökusvæði innan vatnasvæðis Eyjafjarðarár er aðeins um óverulegt efnismagn að ræða. Umhverfisnefnd telur að fyrirhuguð efnistaka hafi minni umhverfisleg áhrif en sú framkvæmd að sækja efnið út fyrir svæðið enda eigi framkvæmdin sér stað utan varp- og veiðitíma.
   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00

Getum við bætt efni síðunnar?