Umhverfisnefnd

123. fundur 22. febrúar 2013 kl. 09:08 - 09:08 Eldri-fundur

123. fundur umhverfisnefndar Eyjafjardarsveitar
haldinn  í fundarstofu 2, Skólatröð 9, miðvikudaginn 20. febrúar 2013 og hófst hann kl. 17:00.
Fundinn sátu:
Brynhildur Bjarnadóttir formaður, Hulda M Jónsdóttir aðalmaður, Brynjar Skúlason aðalmaður, Valur ásmundsson aðalmaður, Björk Sigurðardóttir aðalmaður og Jónas Vigfússon sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði:  Björk Sigurðardóttir, .

 

Dagskrá:

1.  1003003 - ólyktar-mengun frá jarðgerðarstöð Moltu
 Farið var yfir stöðu málsins. Umhverfisnefnd leggur áherslu á að tíminn verði nýttur á meðan á fjárhagslegri endurskipulagningu stendur til að greina vandamálið svo að lausnin skili viðunandi árangri.
   
2.  1102018 - áætlun um endurskoðun aðalskipulags Eyjafjarðarsveitar 2005-2025
 Nefndin fór yfir kafla 2.1.1. og 2.4.5. í aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar, gerði athugasemdir og var formanni og sveitastjóra falið að koma ábendingum til skipulagsnefndar.
   
3.  1102024 - Heildarúttekt og skráning á náttúrufari
 Kortasjá hefur verið tekin í gagnið og stefnt er að því að sett verði inn gögn um náttúrufar.
   
4.  0711031 - Kerfill - átaksverkefni um eyðingu kerfils
 Nefndin fékk ekki styrk til verkefnisins frá Umhverfisráðuneytinu þetta árið en send var styrkumsókn til vegagerðarinnar þar sem óskað var eftir samstarfi um eyðingu á kerfli meðfram vegum.
Borist hefur bréf frá Ragnheiði ólafsdóttur þar sem hún óskar eftir samstafi við Eyjafjarðarsveit um að fá hóp frá Seeds samtökunum til eyðingar á kerfli. ákveðið var að kanna hvort verkstjóri fáist fyrir hópinn og tekin verður ákvörðun út frá því.
   
5.  1301010 - Vatnaáætlun fyrir ísland
 Lagt fram til kynningar.
   


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00

Getum við bætt efni síðunnar?