Umhverfisnefnd

130. fundur 09. apríl 2015 kl. 08:52 - 08:52 Eldri-fundur

130. fundur umhverfisnefndar Eyjafjardarsveitar haldinn  í fundarstofu 2, Skólatröð 9, miðvikudaginn 8. apríl 2015 og hófst hann kl. 16:00

Fundinn sátu:
Hákon Bjarki Harðarson formaður, Hulda M Jónsdóttir aðalmaður, Ingólfur Jóhannsson aðalmaður, Sveinn Ásgeirsson aðalmaður, Sigríður Ásný Ketilsdóttir aðalmaður og Karl Frímannsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði: Sigríður Ásný Ketilsdóttir .

Dagskrá:

1.     0711031 - Kerfill - Átaksverkefni um eyðingu kerfils
Umhverfisnefnd leggur til að gerð verði langtímaáætlun til að stemma stigu við útbreyðslu kerfils og fengnir verði til þess sérfæðingar til ráðleggingar og að sú áætlun verði í ákveðinn tíma 8-10 ár til þess að mæla árangur og síðan ákveða framhald verkefnisins eftir þann tíma.
Lagt er til þess að leitað verði til Hrafnagilsskóla um að fræða börn og fullorðna um það hvernig og hvenær sé best að standa að eyðingu kerfils.
Bókun: Fulltrúi O-lista er algerlega á móti notkunar eiturs í sveitinni vegna lífríkis og hreinleika jarðarinnar.
         
2.     1504012 - Starfsáætlun umhverfisnefndar 2015
Málinu frestað
         

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:56



Getum við bætt efni síðunnar?