Umhverfisnefnd

136. fundur 24. febrúar 2017 kl. 11:25 - 11:25 Eldri-fundur

136. fundur umhverfisnefndar Eyjafjardarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, 23. febrúar 2017 og hófst hann kl. 15:30.

Fundinn sátu:
Hákon Bjarki Harðarson formaður, Hulda Magnea Jónsdóttir aðalmaður, Sigríður Ásný Ketilsdóttir aðalmaður og Ólafur Rúnar Ólafsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði: Ólafur Rúnar Ólafsson Sveitarstjóri.

Dagskrá:

1. Kolefnisjöfnun Eyjafjarðarsveitar, stefna og markmið. - 1702004

Gestir
Brynjar Skúlason - 00:00
Fyrir fundinum liggur að skoða möguleika á kolefnisjöfnun og upptöku kolefnisbókhalds fyrir Eyjafjarðarsveit í samræmi við bókun sveitarstjórnar á 492. fundi sínum 8. febrúar síðastliðinn. Markmiðið er að Eyjafjarðarsveit verði kolefnishlutlaust sveitarfélag.

Auk nefndarmanna er gestur fundarins, Brynjar Skúlason, skógfræðingur og er hann boðinn velkominn á fundinn.

Á fundinum voru gerð drög að stefnumótun fyrir verkefnið og línur lagðar fyrir næstu skref.



Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:25

Getum við bætt efni síðunnar?