Umhverfisnefnd

143. fundur 03. maí 2018 kl. 10:46 - 10:46 Eldri-fundur

143. fundur umhverfisnefndar Eyjafjardarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, 2. maí 2018 og hófst hann kl. 15:00.

Fundinn sátu:
Hákon Bjarki Harðarson, formaður, Ingólfur Jóhannsson, aðalmaður, Sigríður Ásný Ketilsdóttir, aðalmaður, Randver Karlsson, varamaður og Ólafur Rúnar Ólafsson, sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði: Sigríður Ásný Ketilsdóttir Ritari.

Dagskrá:

1. Umhverfisverðlaun 2017 - 1804007
Verðlaunahafar mættu á fund nefndarinnar og tóku við viðurkenningum.

2. Skógarafurðir ehf. óska eftir samstarfi við sveitarfélög um land allt - 1804021
Stefna sveitafélagsins er að efnið sé nýtt innan svæðisins. Samkvæmt upplýsingum nefndarinnar þá eru þau mál í góðum farvegi.

3. Framkvæmd refaveiða 2018 - 1804008
Hannes Haraldsson sem haft hefur umsjón með refaveiðunum heldur áfram með verkefnið og hefur fengið sér til aðstoðar Steingrím Einarsson Torfufelli.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:15

Getum við bætt efni síðunnar?