Umhverfisnefnd

144. fundur 10. september 2018 kl. 08:39 - 08:39 Eldri-fundur

144. fundur umhverfisnefndar Eyjafjardarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, 7. september 2018 og hófst hann kl. 15:00.

Fundinn sátu:
Brynjar Skúlason, formaður, Hulda Magnea Jónsdóttir, aðalmaður, Sigurður Ingi Friðleifsson, aðalmaður, Stefán Árnason, embættismaður, Finnur Yngvi Kristinsson, sveitarstjóri og Þórólfur Ómar Óskarsson, aðalmaður.
Fundargerð ritaði: Þórólfur Ómar Óskarsson .

Dagskrá:

1. Kosning ritara - 1809009
Samþykkt að skipa Þórólf Óskarsson sem rirara nefndarinnar.

2. Ákvörðun um fundartíma. - 1809007
Nefndin samþykkir að fundartími hennar verði klukkan 15:00 á fimmtudögum þegar hún kemur saman.

3. Erindisbréf - Umhverfisnefnd - 1808020
Lagt fram til kynningar. Umhverfisnefnd bendir á að hugað þarf að því hvernig verkefnum gróður- og náttúruverndarnefndar verði best fyrir komið.

4. Umhverfisnefnd - Fundarboðun og vinnulag - 1809003
Nefndarmenn geta haft samband við formann nefndarinnar um málefni á dadgskrá fundarins, stenft skal að því að boða fundinn með viku fyrirvara. Ætlast er til að efndarmenn staðfesti þátttöku eða boði forföll, þannig tryggt sé að nefndin sé fullskipuð í hvert sinn.

5. Upplýsingar um drög að frumvarpi um nýja stofnun fyrir verndarsvæði á Íslandi (Þjóðgarðastofnun) - 1809004
Lagt fram til kynningar

6. Helstu verkefni umhverfisnefndar framundan - 1809005
1. Sorpmál
- Staða samningna, útboð einhverra liða.
- Dýrahræ, þarf að bjóða út fyrir næsta vor.
- Sorphirða, þarf að bjóða út fyrir næsta vor.
Stefnt er að hefja undirbúning ofangreindra liða í janúar 2019.
- Seyrutæmin, opnuð tilboð í þennan lið síðastliðinn mánudag, þar var verkval með lægsta boð. Samningur í undirbúningi.

2. Umhverfisverðlaun 2019
- Nefndin sammælist um vera komin að niðurstöðu fyrir 30. júní 2019 og afhenda verðlaun með pompi og prakt á handverkshátíðinni í framhaldinu.
- Tillögur og hvað leggja skal til grundavallar verðlaunanna þarfnast frekari umræðu innan nefndarinnar og nefndin stefnir á að keyra saman um sveitina í september.

3. Kolefnismál
- Nefndin telur Eyjafjarðarsveit geta markað sér sérstöðu á landsvísu með því að fara í frekari greiningar og vinnu í kringum þessi mál. Drög að skýrslu um kolefnisjafnvægi Eyjafjarðarsveitar voru lögð fram til kynningar. Formanni er lagt á herðar að ráðfæra sig við oddvita um hvernig skuli haldið á frekari úrvinnslu þessara mála.

4. Fjárhagsáætlun
- Fjárhagsrammi fyrir hvern málaflokk fyrir sig mun liggja fyrir eftir komandi mánaðarmót. Þetta verður lagt fyrir nefndir í sameiginlegri kynnningu einhverntíma í oktober.

5. Kerfill
- Stuðla að aðgerðum sem stöðva landnám kerfilsins, þess á meðal að stöðva fræmyndun á þeim tíma sem mikilvægast er. Íbúar sveitarfélagsins þurfa að standa saman í að hefta útbreiðsluna. Verkefni fyrir vinnuskólann.

6. Umhverfisstefna
- Nefndin stefnir að því að endurvekja vinnu að umhverfisstefnu sveitarinnar.
- Stefnan er tekin á að halda umhverfisdag í júní 2019, þetta yrði kynnt sem átak íbúa sveitarinnar til að taka til hendinni í nærumhverfinu og Umhverfisnefnd myndi taka á móti fólki í útigrill á Hrafnagili í tilefni þessa dags.

7. Umhverfisstofnun - ársfundur umhverfisstofnunar 2017 - 1801024
Lagt fram til kynningar

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:40

Getum við bætt efni síðunnar?