Umhverfisnefnd

145. fundur 22. nóvember 2018 kl. 09:12 - 09:12 Eldri-fundur

145. fundur umhverfisnefndar Eyjafjardarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, 21. nóvember 2018 og hófst hann kl. 15:00.

Fundinn sátu:
Brynjar Skúlason, Þórólfur Ómar Óskarsson, Sigurður Ingi Friðleifsson, Kristín Hermannsdóttir, Ingólfur Jóhannsson, Stefán Árnason og Finnur Yngvi Kristinsson.
Fundargerð ritaði: Þórólfur Ómar Óskarsson.

Dagskrá:

1. Kolefnisjöfnun Eyjafjarðarsveitar, stefna og markmið. - 1702004
Sigurður Ingi flytur erindi á vegum Vistorku um tilurð hennar þar sem kolefni sameinar allskonar verkefni í umhverfismálum á Eyjafjarðarsvæðinu. Vistorkar vinnur að því að markaðasetja það sem gert er á svæðinu í umhverfismálum en stærsta verkefni hennar núna er úrgangsmál. Moltugerð, gasgerð lífdíselframleiðsla og miklu meiri flokkun. Töluverð umræða fór í gang um hvað bændur geti lagt til málanna í kolefnsijöfnun og fundurinn ákvað að ganga til samstarfs við Félags eyfirskra kúabænda um kynnigarfund um málefni þessi.

2. Kynning - heimasíða Eyjafjarðarsveitar - 1811003
Finnur Yngvi kynnir fyrir nefndinni þær breytingar sem er verið að gera á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar. Ýmsar nýjungar eru í farvatninu og er þessi kynning í gangi hjá nefndum í þeim tilgangi að fá athugasemdir frá nefndarmönnum. Sigurður kemur því að, að umhverfismálum þurfi að gera góð skil á síðunni.

3. Umhverfisstofnun - Skil á refa- og minkaskýrslum 15.10.18 - 1810010
Fundinum var gert grein fyrir þeim árangri sem náðst hefur í veiðum á árinu. Umræður á fundinum þróuðust út í nokkra gagnrýni á skort tölfræðilegra gagna um árangur refaveiða milli svæða. Formaður umhverfisnefndar leggur til óbreyttar aðferðir í málaflokknum og halda skuli áfram að vinna greni og vakta minkagildrur.

4. Kostnaður og fyrirkomulag við rekstur gámasvæðis - 1811017
Fundurinn fer yfir staðreyndir málsins, kostnaðarauka milli ára í sorphirðu og rekstri gámasvæðisins í Hrafnagilshverfinu. Ákveðið var að semja orðsendingu í sveitapóstinn þar sem brýnt verði fyrir íbúum að ganga vel um gámasvæðið og vanda flokkun til sparnaðar fyrir sveitarfélagið. Fundurinn vill beina því til framkvæmdaráðs að bæta merkingar gáma og gera svæðið snyrtilegra. Einnig að það verði skoðað hvort ástæða sé til þess að setja upp aðgangshlið að svæðinu og myndavélakerfi. Nefndin telur ástæðu til að sveitarfélagið standi að fræðslu fyrir íbúa um þessi málefni.

5. Fjárhagsáætlun 2019 - Umhverfisnefnd - 1810044
Farið er yfir ýmsa kostnaðarliði í fjárhagsáætlun fyrir komandi ár og samræmi milli tekna og kostnaðar. Ígrundað hvort lækka megi kostnað við ákveðna liði til þess að forðast aukna gjaldheimtu.

Fundurinn samþykkir fyrirliggjandi fjárhagsramma um hreinlætismál og leggur til hækkun á almennu sorphirðugjaldi um 3% og hækkun gjalds vegna dýraleifa um 10% til frekara samræmis við raunkostnað.

Nefndin óskar eftir því að fjárhagsrammi um umhverfismál verði rýmkaður til að mæta kostnaði við verkefni tengdum skógarkerfli og einnig kostnaði við kynningarmál nefndarinnar. Um eina milljón.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:15

Getum við bætt efni síðunnar?