Umhverfisnefnd

146. fundur 22. mars 2019 kl. 11:55 - 11:55 Eldri-fundur

146. fundur umhverfisnefndar Eyjafjardarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, 21. mars 2019 og hófst hann kl. 15:00.

Fundinn sátu:
Brynjar Skúlason, Hulda Magnea Jónsdóttir, Þórólfur Ómar Óskarsson, Sigurður Ingi Friðleifsson og Stefán Árnason.
Fundargerð ritaði: Þórólfur Ómar Ritari.

Dagskrá:

1. Kolefnisjöfnun Eyjafjarðarsveitar, stefna og markmið. - 1702004
Stefnt er að þvi að halda kynningar og fræðslufund fyrir bændur og alla sem vilja fræðast um kolefnismál fimmtudagskvöldið 19. september kl 20:00
Formaður kynnti kolefnisreiknilíkan sem ráðgert er að verði aðgengilegt á nýrri heimasíðu sveitarfélagsins, þar sem bændur og aðrir íbúar sveitarfélagsins geti reikna út sitt kolefnisspor.
Ráðgert er að hrinda af stað verkefni þar sem íbúar sveitarfélagsins geti bundið kolefni með skógrækt í sveitarfélaginu.

2. Sorphirða - útboð - 1903016
Fundurinn felur formanni að leita lausna hvað varðar gámasvæðið sem sveitarfélagið rekur í Hrafnagilshverfinu. Ráðgert er að leita til íbúa sveitarfélagsins um ábendingar hvað betur mætti fara í sorphirðumálum.

3. Umhverfisdagur - 1903017
Ákveðið er að halda umhverfisdaginn 15. júní í blíðskaparverði á Hrafnagilssvæðinu.
Umhverfisnefnd hefur ákveðið að fara í skoðunarferð um sveitarfélagið í leit að verðugum kandídat fyrir umhverfisverðlaun þann 4. júní kl 11:00

4. Kerfill - aðgerðaráætlun - 1903018
Stefnt er að því að umhverfisnefnd minni íbúa á það að ráðast gegn Kerfli á réttum tíma þegar hann hefur blómstrað til að hefta útbreiðslu hans. Hvatning verður sett í sveitapóstinn.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:45

Getum við bætt efni síðunnar?