Umhverfisnefnd

147. fundur 05. júní 2019 kl. 09:39 - 09:39 Eldri-fundur

147. fundur umhverfisnefndar Eyjafjardarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, 4. júní 2019 og hófst hann kl. 11:00.

Fundinn sátu:
Brynjar Skúlason, Þórólfur Ómar Óskarsson, Kristín Hermannsdóttir og Finnur Yngvi Kristinsson.
Fundargerð ritaði: Þórólfur Ómar Óskarsson Ritari.

Dagskrá:

1. Skoðunarferð um Eyjafjarðarsveit - 1905027

Umhverfisnefnd fór í dag í skoðunarferð um sveitarfélagið sunnan miðbrautar. Almennt séð eru nokkur atriði sem nefndinni þykir ástæða til að hnykkja á.

Víða stefnir rúllusöfnun bænda í óefni, gamlar heyrúllur eru í reiðileysi og sumstaðar er búið að farga gömlum rúllum án þess að hirða plast og net til endurvinnslu.

Sum staðar eru gamlar girðingar að valda hættu fyrir búfé auk þess að vera lýti á umhverfi sínu. Margir geta tekið þessi orð til sín og hirrt upp ónýtar girðingar og fargað.

Járnarusl er á einstaka stað verulegt vandamál og víða má taka til hendinni í almennri tiltekt.

Gámar á eignalóðum skipta orðið tugum í sveitafélaginu, allnokkur munur er á frágangi í kringum þá en þar sem þeir eru settir til lengri tíma er nauðsynlegt að fá stöðuleyfi frá sveitarfélaginu.

Nefndin fór heim á marga fyrirmyndarbæi og víða er umgengni ákaflega góð og annarstaðar hefur staðan batnað verulega milli ára. Gróðursæld í sveitarfélaginu hefur án efa aukist og hefur jákvæð áhrif á ásýnd þess.

2. Ágangur vargfugla í nágrenni Moltuverksmiðjunnar - 1904012

Umhverfisnefnd sér ekki fyrir sér að hægt sé að leysa þetta mál án samstarfs við rekstraraðila moltugerðarinnar. Þá væri helst að reyna að takmarka ágang vargfugls að svæðinu frekar en að fækka honum skipulega.

3. Umhverfisdagur 2018 - 1905028

Umhverfisnefnd ákveður að á umhvefisdegi Eyjafjarðarsveitar þann 15. júní frá 14:00 til 17:00 muni hún sjá fyrir grillstemmningu þar sem boðið verður upp á pylsur og tilnheyrandi við íþróttamiðstöðina á Hrafnagili. Í næstu viku verður járnagámum fjölgað í sveitarfélaginu og staðsetning þeirra auglýst í sveitapósti, nefndid hvetur alla til að leggjast á eitt og gera umhverfið okkar snyrtilegra í tengslum við þennan umhverfisdag. Formanni er falið að ganga frá auglýsingu í sveitapóstinn í samstarfi við skrifstofu sveitarfélagsins.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00

Getum við bætt efni síðunnar?