Umhverfisnefnd

148. fundur 30. ágúst 2019 kl. 14:00 - 16:30 Fundarstofu 1, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Brynjar Skúlason
  • Hulda Magnea Jónsdóttir
  • Þórólfur Ómar Óskarsson
  • Sigurður Ingi Friðleifsson
  • Kristín Hermannsdóttir
Fundargerð ritaði: Þórólfur Ómar Óskarsson Ritari

Dagskrá:

 

1. Skoðunarferð um Eyjafjarðarsveit - 1905027

Umhverfisnefnd kláraði skoðunarferð sína um sveitarfélagið í leit að næstu handhöfum umhverfisverðlauna. Nefndin hefur komist að niðurstöðu um 2 verðlaunahafa. Verðlaun verða afhent við gott tækifæri á næstu vikum og niðurstaða nefndarinnar kunngjörð í sveitapóstinum og á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar í framhaldinu.

 

2. Samstarf sveitarfélaga um meðferð sorps á Eyjafjarðarsvæðinu - 1908021

Sigurður fór yfir stöðu mála um samráð sveitarafélaga um meðferð sorps á Eyjafjarðarsvæðinu. Sigurður nefndi að gott væri að taka mið af svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi þegar ákveða þarf hvernig úrgangur í sveitarfélaginu er meðhöndlaður. Misræmi í flokkun meðal sveitarfélaga sé ókostur komi til samstrarf í sorpmálum í framtíðinni, þessu þurfi að gefa gaum. Sigurður mun færa nefndinni fréttir af framgangi málsins sem fulltrúi hennar í sveitarstjórn. Stefnt er að kynningu á niðurstöðu samráðshóps um þessi mál á næstu misserum. 

 

3. Kolefnisjöfnun Eyjafjarðarsveitar, stefna og markmið. - 1702004

Umhverfisnefnd Eyjafjarðarsveitar hyggur á fræðslufund þann 20. september um landbúnað og loftslagsmál. 

 

4. Sorphirðumál - endurskoðun og ábendingar til 21.06.2019 - 1905034

Þónokkrar ábendingar hafa borist umhverfisnefnd eftir að hún óskaði tillagna frá íbúum um hvað betur mætti fara í sorphirðumálum sveitarfélagsins. Þær voru allar ræddar, nokkrar þeirra lutu að því að nóg væri að tæma endurvinnslutunnuna oftar og almennt sorp sjaldnar. Umhverfisnefnd hyggur að best væri að fá kynningu frá söfnunaraðila sorps í Eyjafjarðarsveit á mismunandi lausnum á hirðingu sorps og endurvinnanlegs úrgangs. 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:30

 

Getum við bætt efni síðunnar?