Umhverfisnefnd

149. fundur 22. nóvember 2019 kl. 12:00 - 14:00 Fundarstofu 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Brynjar Skúlason
  • Hulda Magnea Jónsdóttir
  • Sigurður Ingi Friðleifsson
  • Kristín Hermannsdóttir
  • Ingólfur Jóhannsson
Starfsmenn
  • Stefán Árnason skrifstofustjóri
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Finnur Yngvi Kristinsson Sveitarstjóri

Dagskrá:

 

1. Fjárhagsáætlun 2020 - Umhverfisnefnd - 1910019

Umhverfisnefnd samþykkir fjárhagsramma er varðar útgjöld en leggur til við sveitarstjórn að hækka verðskrá sorphirðugjalda og eyðingu dýraleifa um 2,5%. 

 

2. Umhverfisverðlaun 2019 - 1911006

Umverfisnefnd hefur ákveðið að veita tveimur aðilum umhverfisverðlaun Eyjafjarðarsveitar árið 2019. 

 

Bújörð/atvinnustarfsemi: Litli Garður, Hrossarækt og tamningastöð - Herdís Ármannsdóttir og Stefán Birgir Stefánsson. 

Nýlega máluð útihús og íbúðarhús í stíl. Falleg ástýnd er að bænum með tún og bæjarhús afmörkuð með trjágóðri. Almenn góð umgengni. 

 

Íbúðarhús og nærumhverfi: Festaklettur - Nína Þórðardóttir og Tómas Ingi Olrich. 

Reisulegt íbúðarhús með fallegri verönd og vel hirtum beðum í kring. Húsið og nærumhverfi þess í skjóli fjölbreytts trjágróðurs. Afar smekkleg heimreið og aðkoma að húsinu. 

 

3. Fyrirkomulag sorphirðu vegna útboðs 2020 - 1911007

Umhverfisnefnd leggur til að sveitarjóri og formaður undirbúi tillögur að fyrirkomulagi sorphirðu og gámasvæðis til að ræða á næsta fundi sem hluta af undirbúningi fyrir útboð. 

 

4. Kolefnisjöfnun og trjárækt Nonna Travel ehf. - 1910041

Umhverfisnefnd fagnar áhuga Nonna Travel á að vilja rækta skóg til kolefnisjöfnunar sinnar starfsemi. Eyjafjarðarsveit sjálf hefur takmarkað land til ráðstöfunar til skógræktar. Skógræktarfélag Eyfirðinga hefur til umráða land að Hálsi og í Saurbæ í Eyjafjarðarsveit þar sem einstaklingar og fyrirtæki hafa getað tekið land í fóstur til skógræktar með samningi þar um. Mögulega er það farvegur fyrir Nonni Travel með verkefni af þessum toga. Þá er einnig bent á að samþykkt deiliskipulag fyrir skógrækt eru á nokkurm stöðum í sveitarfélaginu. Óskað er eftir því við sveitarstjóra að koma ábendingum til Nonni Travel þessa efnis. 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:00

 

Getum við bætt efni síðunnar?