Umhverfisnefnd

150. fundur 30. apríl 2020 kl. 15:00 - 17:17 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Brynjar Skúlason
  • Hulda Magnea Jónsdóttir
  • Sigurður Ingi Friðleifsson
  • Kristín Hermannsdóttir
  • Valur Ásmundsson
Starfsmenn
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri

Fundurinn fór fram sem fjarfundur á Zoom.
Dagskrá:

1. Sorphirðumál - endurskoðun og ábendingar - 1905034
Helgi Páls frá Terra ehf. mætti sem gestur í upphafi þessa liðar og fór yfir atriði tengdri sorphirðu í sveitarfélaginu. Fram kom í máli Helga að nýjar reglugerðir voru nýlega í samráðsgátt stjórnvalda og reiknað er með að þær taki gildi næstkomandi haust.

Fram kom að mikil aukning varð á urðun frá sveitarfélaginu milli ársins 2017 og 2018 með grófum úrgangi og timbri sem hafði ekki verið mikið um fram að því. Mikilvægt sé að bregðast við þessu með því að loka af gámasvæðinu og taka upp gjaldtöku.

Umræða var um mismunandi leiðir í sorphirðu, tíðni losunnar og möguleika á grenndarsvæði sem reynst hefur vel á Akureyri. Fram kom að í Svarfaðardal er verið að hirða lífrænt sorp en að því miður séu heimtur á því mjög slæmar.

Helgi Páls vék að fundi.

Erindi frá Björku Sigurðardóttur tekið fyrir og henni þakkað fyrir fyrirspurnina um að safna lífrænu sorpi sunnan miðbrautar og verður hún tekin með í umræðu um endurskoðun um sorphirðu í sveitarfélaginu.

Erindi frá Páli Guðmundssyni um að bjóða uppá að fjarlægja bílhræ í sveitarfélaginu tekið fyrir. Umhverfisnefnd tekur jákvætt í erindið og óskað eftir því við sveitarstjórn að starfsmenn sveitarfélagsins ljúki útfærslu þessa með honum og komi verkefninu sem fyrst í framkvæmd. Jafnframt eru aðrir íbúar sveitarfélagsins hvattir til að ráðast í sambærilegt verkefni í hreinsun á járnarusli, gömlum heyrúllum og öðru sorpi í sveitarfélaginu.
Samþykkt

2. Helgi Baldursson - Óskað eftir svörum varðandi sorphirðu - 1911024
Erindi frá Helga Baldurssyni tekið fyrir og honum þakkað fyrir þær spurningar sem hann bar upp. Þær verða teknar með í umræðum um endurskoðun um sorphirðu í sveitarfélaginu. Þó er bent á að almennt gildi sú regla að sama söfnunarfyrirkomulag gildi fyrir alla íbúa enda beri sveitarfélagið ábyrgð á sorphirða sé í lagi í sveitarfélaginu.
Samþykkt

3. Fyrirkomulag sorphirðu vegna útboðs 2020 - 1911007
Nefndarmenn munu koma tillögum af fyrirkomulagi sorphirðu til sveitarstjóra sem sameinar þær í eitt form. Lagt er til að fá óháðan aðila í að meta kosti og galla tveggja mögulegra útfærsla auk núverandi fyrirkomulags. Út frá því verði síðan unnið í undirbúningi nýs sorphirðuútboðs.
Samþykkt

4. Gámasvæði - 2004012
Umhverfisnefnd telur mjög brýnt að gámasvæðinu sé fundið nýtt og varanlegt snyrtilegt svæði þar sem mögulegt er að stýra aðgangi og bæta flokkun.
Samþykkt

5. Kerfill - aðgerðaráætlun - 1903018
Umhverfisnefnd leggur til að vinnuskólinn fari í átak meðfram vegum og Eyjafjarðará ásamt verkstjóra og hreinsi burt stakar plöntur af Kerfli og Njóla.

Nefndin hyggst útbúa kynningu í sveitarpóstinn á því hvernig gott sé að bera sig að í eyðingu á þessum plöntum.
Samþykkt

6. Umhverfisstofnun - Uppgjör áætlunar um refaveiðar 2017-2018 og áætlun um refaveiðar 2020-2022 - 2003009
Áætlun hefur verið skilað inn fyrir hönd sveitarfélagsins.

Nefndin leggur áherslu á að bæta skráningu á tjóni af völdum refs og upplýsingum um veiði samkvæmt tilmælum umhverfisstofnunar í nýrri áætlun 2022.
Samþykkt

7. Skýrsla um störf umhverfisnefndar - 2004013
Nefndin samþykkir fyrirliggjandi drög formanns.
Samþykkt

8. Umhverfisstofnun - Endurvinnsluhlutfall heimilisúrgangs í sveitarfélaginu - 2001008
Sveitarfélagið þarf að tryggja góða skráningu til að átta sig á raunverulegu endurvinnslu hlutfalli Eyjafjarðarsveitar.
Samþykkt

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:17

Getum við bætt efni síðunnar?