Umhverfisnefnd

151. fundur 30. september 2020 kl. 15:00 - 16:35 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Brynjar Skúlason
  • Hulda Magnea Jónsdóttir
  • Þórólfur Ómar Óskarsson
  • Sigurður Ingi Friðleifsson
  • Kristín Hermannsdóttir
Starfsmenn
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Þórólfur Ómar Óskarsson ritari

Dagskrá:

1. Fyrirkomulag sorphirðu vegna útboðs 2020 - 1911007
Guðmundur H. Sigurðarson í Vistorku fór yfir sína aðkomu að tveimur verkefnum tengt sorphirðu á Norðurlandi. Annarsvegar verkefni þar sem horft var til heildarsorphirðu og stöðu sveitarfélaga í þeim efnum á svæði Eyþings og nú SSNE og hinsvegar stefnumótun fyrir Akureyrarbæ. Í máli Guðmundar kom fram að tæknilausnir væru til margar og góðar, margskiptir bílar og tunnur til að mynda. Rætt var um grendarstöðvar og aukið þjónustustig sem þeim fylgir með fleiri flokkum. Niðurstaða umhverfisnefndar eftir þónokkra umræðu er að fresta lokaákvörðun um breytt fyrirkomulag þar til nákvæmari kostnaðaráætlun liggur fyrir. Brynjar heldur utanum framvindu málsins.
Samþykkt

2. Umhverfisstofnun - Skil á refa- og minkaveiðiskýrslu - 2009012
Nefndinni hafa ekki borist fullnægjandi gögn, erindinu er frestað en því beint til skrifstofu Eyjafjarðarsveitar að afla nauðsynlegra gagnga til að afgreiða málið gagnvart umhverfisstofnun.

3. Kerfill - aðgerðaráætlun - 1903018
Lausnir ræddar um hvernig hægt er að fylgja eftir því sem umhverfisnefnd hefur áður samþykkt um aðgerðir gegn kerfli. Aðgerðir gegn upprætingu á kerfli hafa ekki náð fram að ganga. Hugmynd kom upp um að bjóða nemendum Hrafnagilsskóla að taka að sér ákveðna þætti verksins sem lið í söfnun fyrir ferðalag tíunda bekkjar. Þannig mætti hefja aðgerðir gegn þessari jurt áður en vinnuskólinn byrjar á sumrin.

4. Umhverfisstefna Eyjafjarðarsveitar - 2008006
Umhverfisstefna Eyjafjarðarsveitar rifjuð upp frá árinu 2016. Nefndin ræddi sín á milli endurskoðun stefnunnar. Núverandi stefna inniheldur ekki mikið af tímasettum markmiðum. Skerpa þarf á orðalagi til að gera hana nútímalegri og markvissari sem verður verkefni fyrir næsta fund.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:35

Getum við bætt efni síðunnar?