Umhverfisnefnd

152. fundur 18. nóvember 2020 kl. 15:00 - 17:15 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Brynjar Skúlason
  • Hulda Magnea Jónsdóttir
  • Sigurður Ingi Friðleifsson
  • Kristín Hermannsdóttir
  • Valur Ásmundsson
Starfsmenn
  • Stefán Árnason skrifstofustjóri
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri

Dagskrá:

1. Fjárhagsáætlun 2021 - Umhverfisnefnd - 2010026
Stefán Árnason skrifstofustjóri rakti fjárhagsstöðu sveitarfélagsins og áhrif heimsfaraldursins á fjárhag þess.

Nefndin ræðir um gámasvæðið og þá miklu kostnaðaraukningu sem því fylgir. Nefndin leggur áherslu á að fundin verði leið til að loka gámasvæðinu fyrir almennri umferð og þangað verði ekki hægt að komast inn nema á auglýstum opnunartímum þegar svæðið er mannað. Með þessu verði reynt að ná aftur niður þeirri kostnaðaraukningu sem orðið hefur á gámasvæðinu. Bent er á að aukin útgjöld gætu orðið á árinu vegna útboðs á sorphirðu og breytts fyrirkomulags því tengdu.

Nefndin ræðir gjaldskrá sorphirðu í sveitarfélaginu og leggur til við sveitarstjórn að gjaldskrá sorphirðu hækki um 2,7% og að gjaldskrá dýraafurða hækki um 10%. Þá leggur nefndin til að gerð verði fimm ára áætlun um að allir gjaldliðir standi undir sér.
Nefndin leggur til að gjaldskrá vegna tæmingu rotþróa verði óbreytt.

Nefndin samþykkir fyrirliggjandi drög að fjárhagsáætlun fyrir árið 2021, ásamt viðaukum við fjárhagsáætlun ársins 2020.
Samþykkt

2. Fyrirkomulag sorphirðu vegna útboðs 2020 - 1911007
Helgi Pálsson frá Terra mætir á fund nefndarinnar og fræðir nefndarmenn um fyrirkomulag sorphirðu í sveitarfélaginu, hvernig sveitarfélagið er að standa sig og hvar hægt er að spara.

Helgi Pálsson víkur af fundi klukkan 17:05

Nefndin heldur áfram umræðum um fyrirkomu sorphirðu frá fyrri fundum og gerir tillögu um að við undirbúning útboðs sorphirðu verði eftirfarandi forsendur hafðar að leiðarljósi:
1. Þrjár grenndarstöðvar verði staðsettar í sveitinni fyrir flokkaðan endurvinnanlegan úrgang. Skoða þarf nánar fjölda flokka sem í boði verða á grenndarstöðvunum.
2. Gámasvæði á Hrafnagilssvæðinu fyrir það sem ekki er á grenndarstöð. Á svæðinu verði fastir opnunartímar með mönnun og komið verði á gjaldskrá fyrir magn og tegund úrgangs.
3. Almennt og lífrænt sorp verð sótt á þriggja vikna fresti, gjaldskrá í samræmi við stærð íláts.
Samþykkt

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:15

Getum við bætt efni síðunnar?