Umhverfisnefnd

52. fundur 11. desember 2006 kl. 22:06 - 22:06 Eldri-fundur

52. fundur umhverfisnefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar 19. mars 2003.

Mætt voru Bjarni Kristjánsson, Matthildur Hauksdóttir, Matthildur Bjarnadóttir, Guðrún Harðardóttir, Guðbjörg Grétarsdóttir og Sigmundur Guðmundsson.

1. Stefnuskjal Eyjafjarðarsveitar
í byrjun fundar kynnti Bjarni vinnu við stefnuskjal Eyjafjarðarsveitar. Hann fór yfir þann þátt er lýtur að umhverfismálum. Nokkrar umræður urðu um málið og var það almennt álit manna að efni væri gott en nokkuð væru sorpmál fyrirferðarmikil. Nefndarmenn voru sammála um að í tillögurnar vantaði nokkuð víðtækari umfjöllun um umhverfismál. Mæltust nefndarmenn til þess að fundað yrði með menningar- og skipulagsnefnd og umhverfismál í víðum skilningi þar rædd.
ákveðið var að nefndin komi saman n.k. þriðjudag 25. mars kl. 15:00.

 


Fundi slitið.

Matthildur Guðmundsdóttir
Sigmundur Guðmundsson
Guðbjörg H. Grétarsdóttir
Guðrún Harðardóttir
Matthildur Bjarnadóttir

Getum við bætt efni síðunnar?