Umhverfisnefnd

153. fundur 16. mars 2021 kl. 15:00 - 17:20 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Brynjar Skúlason
  • Hulda Magnea Jónsdóttir
  • Þórólfur Ómar Óskarsson
  • Sigurður Ingi Friðleifsson
  • Kristín Hermannsdóttir
Starfsmenn
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Þórólfur Ómar Óskarsson ritari

Dagskrá:

1. Fræðsluerindi frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands - 2103014
Umhverfisnefndinni var kynnt aðkoma heilbrigðiseftirlitsins í málum þar sem úrgangs & ruslasöfnun skapar hættu eða vandamál í umhverfi sínu. Dagsektir og svifting rekstrarleyfa í þeim tilfellum sem við á hafa gjarnan sett nægan þrýsting á viðkomandi aðila til úrbóta. Almennt er lóðareigendum skylt að halda öllu sínu umhverfi snyrtilegu, húsum, girðingum og fleira. Nokkur umræða skapaðist um afskipti sveitarfélagsins gagnvart eigendum númerslausra bíla sem hirða ekki um að farga þeim. Öll úrræði heilbrigðisnefndar krefjast stuðnings sveitarfélagsins með undirbúningi mála og aðgerða dugi þrýstingur heilbrigðisnefndar ekki til fullnægjandi viðbragða lóðareiganda. Umhverfisnefnd mun taka til umfjöllunar þau svæði í sveitarfélaginu þar sem úrbóta er þörf.

2. Umhverfisnefnd - Deiliskipulag fyrir baðstað í landi Ytri-Varðgjár - 2103015
Umhverfisnefnd fjallaði um þær hugmyndir sem liggja fyrir um baðstaðinn og deiliskipulag í kringum hann. Fyrirliggjandi gögn gefa nefndinni ekki ástæðu til athugasemda.

3. Stóri plokkdagurinn og Dagur umhverfis - 2103016
Stóri plokkdagurinn er á dagskrá 24. apríl næstkomandi og umhverfisdagurinn degi síðar. Í tengslum við þessa daga vill umhverfisnefnd blása til sóknar og hvetja íbúa sveitarinnar til átaks í plokki og almennri tiltekt. Umhverfisnefnd mun útvega járn- og timburgáma og staðsetning þeirra tilkynnt í auglýsingu. Umhverfisnefnd mælir með því að sveitarfélagið kaupi plokkstangir sem íbúar sveitarinnar og nemendur Hrafnagilsskóla og vinnuskóli sveitarfélagsins geta fengið afnot af. Þessum búnaði verði gerð skil í sveitapóstinum. Í tengslum við umhverfisdaginn vill nefndin bjóða uppá skemmtileg umhverfistengt fræðsluerindi í gegnum fjarfundarbúnað. Nánar auglýst síðar.

4. Drög að útboði vegna sorphirðu í Eyjafjarðarsveit - 2103018
Nefndin tók til umfjöllunar nokkur atriði er varðaði breytingar á fyrirkomulagi útboðsgagna. Í framhaldinu mun sveitarstjóri vinna að útboðsgögnum útfrá athugasemdum nefndarinnar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:20

Getum við bætt efni síðunnar?